Sjálfsmatsáætlun
Sjálfsmatsáætlun Grunnskólans á Drangsnesi
Mat á skólastarfi er tvíþætt; innra mat sem skólar sjá sjálfir um að framkvæma og ytra mat sem unnið er á vegum hins opinbera þ.e. sveitarfélags, ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila.
Sjálfsmat skóla byggir á áttunda kafla grunnskólalaga um mat og eftirlit á gæðum grunnskólastarfs. Samkvæmt 35. grein laganna eru markmið sjálfsmats þau að:
a. Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
b. Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
c. Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
d. Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.
Í Aðalnámskrá grunnskóla er sjálfsmatinu gerð skil og kemur þar m.a. fram að innra mat hvers grunnskóla skuli vera kerfisbundið og unnið með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á, ásamt því að birta upplýsingar um innra mat og áætlanir um umbætur (sjá Lög um grunnskóla, 2008).
Grunnskólinn á Drangsnesi er fámennur skóli og fer innra mat því fram með nokkuð frábrugðnum hætti en í fjölmennari skólum. Skólastarfið er metið á hverju skólaári með margvíslegum hætti, sjá nánar í áætlun um innra mat skólans sem nær yfir næstu fjögur skólaár.
Í matsteymi skólans situr starfandi skólastjóri ásamt a.m.k. tveimur kennurum skólans en í sameiningu setur teymið upp áætlun um innra mat til fjögurra ára í senn. sjálfsmatsáætlun er birt á heimasíðu skólans eftir að starfsmenn hafa yfirfarið hana og endurskoðað í upphafi hvers skólaárs eða eftir því sem þurfa þykir. Matsteymið fylgir eftir sjálfsmatsáætlun, vinnur sameiginlega úr niðurstöðum og sér til þess að kynna niðurstöður fyrir öðrum starfsmönnum, nemendum, forráðamönnum og birta þær á heimasíðu skólans. Matsteymið tryggir einnig að unnið sé að umbótum í samræmi við niðurstöður kannana. Í áætlun um innra mat er ekki getið til um allar þær leiðir sem farnar eru til þess að kanna viðhorf til tiltekinna viðfangsefna er varða skólastarfið s.s. eins og aðstöðu bæði utan og innandyra, tilhögun kennslu, áætlanir o.fl. Meðal þessara leiða eru árlegir skólafundir haldnir í upphafi og við lok hvers skólaárs en á þeim gefst nemendum færi á að ræða skólastarfið og koma með tillögur að úrbótum ásamt því að segja frá því sem þeir eru ánægðir með. Þessir fundir eru afar mikilvægir og til þess gerðir að tryggja lýðræðisleg vinnubrögð innan skólans og beinni aðkomu nemenda að skipulagi skólastarfsins. Starfsmannaviðtöl fara fram að lokinni starfsmannakönnun og eru þau afar mikilvægur liður í því að rýna í starfsemi skólans og bæta skólastarfið auk vikulegra kennarafunda. Samráðsfundir foreldra, nemenda og kennara eru þrír yfir skólaárið og teljast þeir fundir einnig hluti af innra mati skólans.
Áætlun um innra mat Grunnskólans á Drangsnesi 2016-2020
Skólaárið 2016-2017
Mat | Haustönn | Miðönn | Vorönn | Þátttakendur |
Líðankönnun | x | Nemendur í öllum deildum | ||
Virknikönnun | x | Nemendur í eldri deild | ||
x | ||||
Starfsmannakönnun | x | Starfsmenn |
Skólaárið 2017-2018
Mat | Haustönn | Miðönn | Vorönn | Þátttakendur |
Líðankönnun | x | Nemendur í öllum deildum | ||
Virknikönnun | x | Nemendur í eldri deild | ||
Foreldrakönnun | x | Foreldrar og aðrir forráðamenn allra barna | ||
Starfsmannakönnun | x | Starfsmenn |
Skólaárið 2018-2019
Mat | Haustönn | Miðönn | Vorönn | Þátttakendur |
Líðankönnun | x | Nemendur í öllum deildum | ||
Virknikönnun | x | Nemendur í eldri deild | ||
Viðhorfskönnun | x | Forráðamenn og nemendur | ||
Starfsmannakönnun | x | Starfsmenn |
Skólaárið 2019-2020
Mat | Haustönn | Miðönn | Vorönn | Þátttakendur |
Líðankönnun | x | Nemendur í öllum deildum | ||
Virknikönnun | x | Nemendur í eldri deild | ||
Foreldrakönnun | x | Foreldrar og aðrir forráðamenn allra barna | ||
Starfsmannakönnun | x | Starfsmenn |
Skólaárið 2020-2021
Mat | Haustönn | Miðönn | Vorönn | Þátttakendur |
Líðankönnun | x | Nemendur í öllum deildum | ||
Virknikönnun | x | Nemendur í eldri deild | ||
Foreldrakönnun | x | Foreldrar og aðrir forráðamenn allra barna | ||
Starfsmannakönnun | x | Starfsmenn |
Reglubundnar skimanir
Matstæki | Haustönn | Miðönn | Vorönn | Þátttakendur |
Læsi 1 | x | 1. bekkur | ||
Læsi 2 | x | 1. bekkur | ||
Læsi 1.2 | x | 2. bekkur | ||
Læsi 2.2 | x | 2. bekkur | ||
Lesferill | Allir árgangar | |||
Orðarún | x | x | 3.-8. bekkur | |
Logos | Eftir þörfum | |||
GRP 14h | x | 8. bekkur | ||
Talnalykill | 3. og 6. bekkur | |||
Samræmd próf | x | x | 4., 7. og 9. bekkur | |
Raddlestrarpróf | x | x | x | Allir árgangar |