Posts Tagged ‘Skólastarf’

Skólastarf komið á fullt skrið

Við höfum áorkað miklu þessar fjórar vikur sem nú eru liðnar af skólaárinu. Farið var í skólaferðalag ásamt vinum okkar í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri, Akureyri og Hrísey heimsótt en þar tóku nemendur og starfsmenn Hríseyjarskóla afskaplega vel á móti okkur. Við þökkum samveruna og frábærar mótttökur.

Í liðinni viku héldu nemendur í 4.-9. bekk af stað í Árneshreppinn en  í Finnbogastaðaskóla stóð yfir námskeiðið Heimasmölun undir stjórn Bjarnheiðar Júlíu Fossdal og Elínar Öglu Briem, við komum heim reynslunni ríkari eftir þetta stórkostlega námskeið. Föstudaginn 14. september tók Arnlín Óladóttir á móti okkur í Bjarnarfirði en á hverju hausti og hverju vori vinnum við verkefni í tengslum við skólalundinn okkar í Bjarnarfirði. Við erum svo heppin að njóta leiðsagnar Arnlínar og í þetta sinn skoðuðum við m.a. rætur lúpínunnar ásamt fleiru. Framundan eru spennandi heimsóknir en á morgun þriðjudag heimsækir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur skólann og býður upp á dagskrá fyrir annars vegar unglingastigið og hins vegar miðstigið – nemendur Grunnskóla Hólmavíkur koma til okkar af þessu tilefni. List fyrir alla býður svo upp á söngleikinn Björt í Sumarhúsi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sjá nánar hér https://listfyriralla.is/event/bjort-i-sumarhusi-2/

Það er sem sagt líf og fjör í skólanum alla daga.

Continue Reading