Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Kæru nemendur og forráðamenn, Grunnskóli Drangsness verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.

Ásta Þórisdóttir skólastjóri mun setja skólann og að því loknu verður snæddur morgunverður.

Nemendum og foreldrum verður að endingu boðið upp á skoðunarferð um skólann.

Skóli hefst þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:30. Fyrstu vikur nýs skólaárs verður unnið í náttúrusmiðju og því mikilvægt að vera ávallt vel búin þar sem smiðjan mun að mestu leyti fara fram utandyra.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Starfsfólk Grunnskóla Drangsness 

Continue Reading

Frábær fræðsludagur

Þann níunda maí síðastliðinn kom Chanel Björk Sturludóttir til okkar með fræðsluerindið „Hvaðan ertu?“ en þar fjallaði hún um fjölmenningu, fordóma og rasisma. Chanel byggði fræðsluna á fræðilegum grunni, eigin þekkingu og persónulegri reynslu af því að vera Íslendingur með blandaðan bakgrunn. Kennarar og nemendur frá Grunnskólanum á Hólmavík sem og frá Reykhólaskóla komu til að hlýða á erindið en almenn gleði var með daginn. Svo sannarlega þarft í okkar samfélagi að ræða þessi flóknu málefni – takk fyrir fræðsludaginn!

Continue Reading

Skólasunds helgi að baki

Við erum svo heppin að fá sundkennara hingað á Drangsnes tvisvar á ári vor og haust. Hún Hjördís Klara hefur komið til okkar undanfarin ár og haldið skólasunds helgi sem einkennist af stífum æfingum, prófi og fatasundi og ís í lokin. Takk fyrir okkur 🙂

Continue Reading

Námsferð til höfuðborgarinnar

Fyrir skömmu fórum við námsferð til Reykjavíkur með það fyrir augum að dýpka enn frekar skilning okkar á Kjarval en við höfum verið með „Kjarval þema“ undanfarna þrjá mánuði. Borgarleikhúsið tók vel á móti okkur, þar sáum við leikritið KJARVAL sem fjallaði um listamanninn, ævi hans og feril. Eftir það fengum við að skoða baksviðs; vinnustofuna þar sem leikmunir eru gerðir, smíðaverkstæðið, undir stórasviðinu og geymslurnar þar sem leikmyndirnar eru geymdar. Þetta hitti vel í mark þar sem við höfum einnig verið í árshátíðarsmiðju undanfarið og æft og sett upp leikritið Rauðhettu. Eftir að hafa heimsótt Borgarleikhúsið var ferðinni heitið á Kjarvalsstaði og þar fengum við leiðsögn um sýniningu á verkum Kjarval.

Continue Reading

Takk fyrir komuna Nora

Nora Jacob kom í starfsnám hjá okkur fyrr í mánuðinum og dvaldi hér í tvær vikur. Hún er í meistaranámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands og það var virkilega gaman að fá hana inn í lærdómssamfélagið okkar. Hér að neðan eru myndir frá starfinu hennar með börnunum; lífhvolf, hekluð blóm, ullar-veggjakrot og landslagsmyndir úr mosa og steinum.

Continue Reading