Grænkáls- og te-markaður / takk fyrir daginn.

Í dag héldum við markað, seldum te og grænkál, allir tóku þátt í undirbúningi og sölu. Við stefnum á fleiri markaði á þessu ári 🙂 Jólamarkaður í Hveravík bar á góma í dag, við hlökkum til.

Continue Reading

Skólaferðalag

Hefð samkvæmt fórum við saman í ferðalag í upphafi skólaársins. Við fórum í reiðtúr, fengum okkur ís, fræddumst um landnám norrænna manna á Grænlandi og í Ameríku á Vínlandssetrinu, fórum í sund, fengum leir hjá Höllu í Fagradal og gistum eina nótt á Þurranesi. Mikið var gaman hjá okkur! – í vetur verður spennandi að vinna áfram og pæla í ýmsu sem við sáum í ferðalaginu.

Erpsstaðir
Erpsstaðir
Klofningur
Ytri – Fagridalur
Ytri – Fagridalur

Continue Reading

Fyrsti skóladagurinn – Takk fyrir daginn!

Í dag fræddi hún Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur okkur um starfið sitt, og tóftirnar í Sandvík sem þau eru að grafa upp um þessar mundir. Við skoðuðum þúsund ára nagla og bein sem þau hafa verið að finna og allir fengu að prufa að nota litla múrskeið til að grafa með. Eldri deild teiknaði umhverfið og yngri tíndu ber og léku sér í fjörunni. Hér að neðan eru nokkrar myndir og svo hlekkur á video neðst 🙂 Góða helgi.

https://photos.google.com/share/AF1QipMI9wUwnsCVTO2-QEXudMsPNZUfvik0QtPt5okWGKQuDvkg96U3ffIHzNaqgYY9OA?key=TkYwXzlRTVVUcnpWbHUxRmtoMFBYS3dCLUZVM013

Continue Reading

Starfsmaður óskast!

Grunnskóli Drangsness auglýsir eftir starfsmanni í 45% starf í Skólaseli og frá og með 15. ágúst 2020 til 1. júní 2021. Um tímabundið starf er að ræða.

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir yngstu nemendur skólans
(1.-3. bekkur) frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Starfsmaður Skólasels mótar dagskrá selsins í nánu samstarfi við skólastjóra, umsjónarkennara yngstu deildar, börn og foreldra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum skilyrði
  • Framúrskarandi færni í samskiptum, frumkvæði í fjölbreyttri frístund innandyra sem utan og faglegur metnaður.
  • Góðir skipulagshæfileikar, ábyrgð og stundvísi.

    Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við
    viðkomandi stéttarfélag.

    Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Aðalbjörg
    Óskarsdóttir skólastjóri í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið
    skoli@drangsnes.is

    Með umsóknum skal fylgja ferilskrá, meðmæli, vottorð um hreina
    sakaskrá og stutt greinargerð um ástæðu umsóknar.

    Umsóknarfrestur er til og með 26.júní 2020

Continue Reading

Skólaslit

Grunnskóla Drangsness var slitið í dag að viðstöddum góðum gestum. Nemendur sungu, fluttu ljóð og spiluðu. Grillaðar voru pulsur og hamborgarar sem viðstaddir gæddu sér á auk þess sem spilaður var brennibolti. En grunnskólinn tók þátt í hreyfiviku UMFÍ þar sem áhersla var lögð á brennibolta.

Starfsfólk þakkar nemendum, foreldrum, íbúum og öðrum velunnurum fyrir veturinn og hlakkar til næsta hausts.

Nemendur yngri deildar syngja fuglasöngva en þau hafa lært mjög mikið um íslenska fugla síðustu vikur.

Continue Reading

Skólaslit

Á morgun, föstudaginn 29. maí kl. 11:00, verða skólaslit í grunnskólanum. Þar munu verk eftir nemendur verða til sýnis, flutt verða ljóð, söngur og tónlistaratriði.

Þar sem Grunnskóli Drangsness tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ verður einnig brennibolti á vellinum þar sem öll börn og fullorðnir eru hvött til að taka þátt og hafa gaman af . https://iceland.moveweek.eu/

Continue Reading

Útikennsla

Við höfum verið einstaklega heppin með veður þessa vikuna en nú hafa börnin flesta daga lagt stund á nám sitt útivið. Þriðjudaginn 19. maí var haldið í skólalundinn okkar í Bjarnarfirði þar sem Arnlín skógræktarráðgjafi kenndi okkur ýmislegt gagnlegt og hélt áfram að stýra vinnu við mælingar og annað er viðkemur skógræktinni í skólalundinum. Patricia jógakennari fylgdi okkur í skólalundinn og bauð okkur þar næst í heimsókn að Háabakka þar sem við grilluðum og fórum í skemmtilega útileiki. Í dag var haldið í Sandvík þar sem börnin skoðuðu m.a. fuglalíf; hreiðurgerð tjaldsins og hrossagauksins ásamt fleiru. Í næstu viku verður Guðný Rúnarsdóttir listgreinakennari gestakennari en hún er jafnframt nýráðin skólastjóri skólans. Við hlökkum til að taka á móti henni og halda áfram að nema, upplifa og skapa úti.

https://photos.app.goo.gl/iGfABJuC2sKP7Z1RA

Continue Reading

Skólamyndataka

Við skelltum í skólamynd síðastliðinn föstudag „tíundubekkingurinn okkar“ sem stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri fékk að vera með á myndinni.

Efri röð frá hægri: Sigurbjörg Halldóra (kríli frá MA) Aðalbjörg, Sara Lind, Jóhanna Engilráð, Kristjana Kría Lovísa, Marta Guðrún og Elín Agla.
Neðri röð frá hægri: Guðbjörg Ósk, Friðgeir Logi, Tomas og Mariana.

Continue Reading