Skólasetning
Kæru nemendur og foreldrar, Grunnskóli Drangsness verður settur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 10:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Kæru nemendur og foreldrar, Grunnskóli Drangsness verður settur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 10:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Grunnskóli Drangsness auglýsir eftir starfsmanni í 45% starf í Skólaseli og frá og með 15. ágúst 2020 til 1. júní 2021. Um tímabundið starf er að ræða.
Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir yngstu nemendur skólans
(1.-3. bekkur) frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Starfsmaður Skólasels mótar dagskrá selsins í nánu samstarfi við skólastjóra, umsjónarkennara yngstu deildar, börn og foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Grunnskóla Drangsness var slitið í dag að viðstöddum góðum gestum. Nemendur sungu, fluttu ljóð og spiluðu. Grillaðar voru pulsur og hamborgarar sem viðstaddir gæddu sér á auk þess sem spilaður var brennibolti. En grunnskólinn tók þátt í hreyfiviku UMFÍ þar sem áhersla var lögð á brennibolta.
Starfsfólk þakkar nemendum, foreldrum, íbúum og öðrum velunnurum fyrir veturinn og hlakkar til næsta hausts.
Á síðunni skogur.is er smá frétt um skólalundinn okkar í Bjarnarfirði. En við höfum afskaplega gaman af því að koma þangað og förum þangað á hverju vori sem og hausti.
Á morgun, föstudaginn 29. maí kl. 11:00, verða skólaslit í grunnskólanum. Þar munu verk eftir nemendur verða til sýnis, flutt verða ljóð, söngur og tónlistaratriði.
Þar sem Grunnskóli Drangsness tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ verður einnig brennibolti á vellinum þar sem öll börn og fullorðnir eru hvött til að taka þátt og hafa gaman af . https://iceland.moveweek.eu/
Við höfum verið einstaklega heppin með veður þessa vikuna en nú hafa börnin flesta daga lagt stund á nám sitt útivið. Þriðjudaginn 19. maí var haldið í skólalundinn okkar í Bjarnarfirði þar sem Arnlín skógræktarráðgjafi kenndi okkur ýmislegt gagnlegt og hélt áfram að stýra vinnu við mælingar og annað er viðkemur skógræktinni í skólalundinum. Patricia jógakennari fylgdi okkur í skólalundinn og bauð okkur þar næst í heimsókn að Háabakka þar sem við grilluðum og fórum í skemmtilega útileiki. Í dag var haldið í Sandvík þar sem börnin skoðuðu m.a. fuglalíf; hreiðurgerð tjaldsins og hrossagauksins ásamt fleiru. Í næstu viku verður Guðný Rúnarsdóttir listgreinakennari gestakennari en hún er jafnframt nýráðin skólastjóri skólans. Við hlökkum til að taka á móti henni og halda áfram að nema, upplifa og skapa úti.
Við skelltum í skólamynd síðastliðinn föstudag „tíundubekkingurinn okkar“ sem stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri fékk að vera með á myndinni.
Það er mikið um að vera allt í kringum okkur og ekki síst í skólanum.
Í næstu viku verður verkefnavika en þá þreyta nemendur próf og sinna öðrum verkefnum ásamt því að fara í skólasund eftir nokkuð langt hlé. Hjördís Klara íþróttakennari verður með okkur eins og áður og sér um sundprófin í öllum árgöngum. Nú er sauðburður hafinn og börnin fylgjast spennt með, við munum örugglega líta við í fjárhúsunum eins og alltaf á vorin. Börnin í yngstu deild eru næstum því útskrifuð úr íslenskum fuglum en í dag bjuggu þau til fuglagrímur og unnu að upplýsingaspjöldum um fuglana sem þau hafa valið sér. Vorið er skemmtilegur tími og tíminn líður á ógnarhraða þegar mikið er að gera.
Miðvikudaginn 22. apríl var Dagur jarðar og tóku nemendur skólans sig til og héldu í skrúðgöngu af því tilefni með fullar hjólbörur af tómatplöntum og sólblómafræjum. Plönturnar hafa nemendur ræktað upp af fræi og var þeim komið fyrir í búðinni þar sem íbúar gátu sótt sér plöntu.
Við sendum okkar allra bestu sumarkveðjur héðan frá Drangsnesi. Í tilefni sumarkomunnar sungu nemendur í 1. og 2. bekk Nú er vetur úr bæ (þjóðlag við texta Jónasar Hallgrímssonar). Við þökkum fyrir veturinn og vonum að sumarið verði blítt og fagurt eins og stendur í textanum.