Heimsókn læsisráðgjafa og nýtt matstæki tekið til notkunar
Við skólann verður nýtt matstæki í lestri nú tekið til notkunar en það hefur fengið nafnið Lesferill og er gefið út af Menntamálastofnun. Matstækið var kynnt sérstaklega af þeim Brynju Baldursdóttur og Ingibjörgu Þorgerði Þorleifsdóttur á fundi sem haldinn var í skólanum föstudaginn 30. september.
Kannanir sem mæla lesfimi eru þær fyrstu sem teknar verða í notkun og mæla leshraða nemenda. Um er að ræða staðlaðar kannanir sem taka mið af aldri. Þær verða lagðar fyrir alla nemendur nú í haust en í 1. bekk eftir áramót. Í læsisstefnu skólans má finna upplýsingar um hvaða kannanir eru teknar hverju sinni en lesfimi könnunin er t.a.m. lögð fyrir alla nemendur þrisvar sinnum yfir skólaárið.