Skólaferðalag
Skólaferðalag Grunnskólans er nýafstaðið og tókst með miklum ágætum. Byrjað var með hestaferð í Laxnesi í Mosfellsdal, sem var um klukkustundar reiðtúr um dalinn og eftir það var farið í sund í Árbæjarlaug.
Síðan lá leiðin á Reykjanes, skoðað sig um á Keflavíkursvæðinu og gamla vallarsvæðinu og svo kvöldvaka um kvöldið. Gist var í Alex móteli. Morguninn eftir lá leiðin í Sandgerði, á fræðasetrið þar. Skoðuð sýning um Purqois Pas áhöfnina og litið á náttúrugripasafnið ásamt heimsókn í rannsóknarstöð sem hefur flokkun botndýra sem aðalstarfa. Purqois Pas tengist Sandgerði á þann hátt að það skip var einmitt að starfa það sama og rannsóknarstöðin.
Margt áhugavert var að sjá í náttúrugripasafninu en mesta athygli vakti kolkrabbi í sjávarbúri. Síðan skoðuðum við okkur um í Sandgerði og nágrenni, fórum að Garðskagavita. Renndum eftir það í Bláa lónið og mökuðum leðju á okkur. Kringlan var næsta stopp, borðað og litið örsnöggt í búðir. Ferðin endaði svo í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð það sem spiluð var keila og kíkt í leiktæki. Myndir úr ferðalaginu eru á myndasíðunni.
Tveir ungir Drangsnesingar, þær Inga Hermannsdóttir og Sandra Dögg Guðmundsdóttir tóku nýverið þátt í verkefninu Heimabyggðin mín annað árið í röð. Á síðasta ári fengu þær þriðju verðlaun fyrir ritgerðina Ferðamannaparadísin Drangsnes. Nú í ár var lagt upp með að útfæra nánar hvernig þetta á að gerast og fyrir valinu var Grásleppu og nytjasetur. Teiknað og skipulagt var hús ásamt því að staðsetja það og ákveðið hvernig útstillingar yrðu.