Skólastjóri óskast við Grunnskóla Drangsness

Fyrir skömmu fórum við námsferð til Reykjavíkur með það fyrir augum að dýpka enn frekar skilning okkar á Kjarval en við höfum verið með „Kjarval þema“ undanfarna þrjá mánuði. Borgarleikhúsið tók vel á móti okkur, þar sáum við leikritið KJARVAL sem fjallaði um listamanninn, ævi hans og feril. Eftir það fengum við að skoða baksviðs; vinnustofuna þar sem leikmunir eru gerðir, smíðaverkstæðið, undir stórasviðinu og geymslurnar þar sem leikmyndirnar eru geymdar. Þetta hitti vel í mark þar sem við höfum einnig verið í árshátíðarsmiðju undanfarið og æft og sett upp leikritið Rauðhettu. Eftir að hafa heimsótt Borgarleikhúsið var ferðinni heitið á Kjarvalsstaði og þar fengum við leiðsögn um sýniningu á verkum Kjarval.
Nú er allt að lifna við í skólagróðurhúsinu hér á Drangsnesi, látið vita ef þið viljið fá skika þar inni til að rækta í sumar
Nora Jacob kom í starfsnám hjá okkur fyrr í mánuðinum og dvaldi hér í tvær vikur. Hún er í meistaranámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands og það var virkilega gaman að fá hana inn í lærdómssamfélagið okkar. Hér að neðan eru myndir frá starfinu hennar með börnunum; lífhvolf, hekluð blóm, ullar-veggjakrot og landslagsmyndir úr mosa og steinum.
Nú er fyrri hluti nýsköpunarsmiðju afstaðinn. Verkefnið er að búa til áningarstað í Kvennfélagslundinum sem er hjá kirkjugarðinum á Drangsnesi í um 20 mínútna göngufæri f´rá skólanum. Hugmyndavinna, vettvangsferð og tilraunir með efni úr lundinum er það sem nemendur hafa verið að bralla undanfarnar vikur í smiðjutímum. Við stefnum á að halda áfram vinnunni þegar snjóa leysir.
Lokað er í skólanum í dag föstudaginn 21. janúar vegna bólusetningar 5-11 ára barna.
Síðasti skóladagurinn var í dag, við mætum aftur glöð í bragði eftir jólafrí 4. janúar. Hér má hlusta á hlaðvarpsþátt sem Guðbjörg Ósk nemandi í 8. bekk vann undir handleiðslu Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Við viljum þakka Bjarna Þórissyni, forritara og föður í skólanum, sérstaklega fyrir að koma inn í smiðjuna sem gestakennari 🙂
Endilega lesið um þessa skemmtilegu smiðju á vefmiðlinum strandir.is hér: FORRITUNAR- OG STÆRÐFRÆÐISMIÐJA