Takk fyrir komuna Nora

Nora Jacob kom í starfsnám hjá okkur fyrr í mánuðinum og dvaldi hér í tvær vikur. Hún er í meistaranámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands og það var virkilega gaman að fá hana inn í lærdómssamfélagið okkar. Hér að neðan eru myndir frá starfinu hennar með börnunum; lífhvolf, hekluð blóm, ullar-veggjakrot og landslagsmyndir úr mosa og steinum.

Continue Reading

Nýsköpunarsmiðja

Nú er fyrri hluti nýsköpunarsmiðju afstaðinn. Verkefnið er að búa til áningarstað í Kvennfélagslundinum sem er hjá kirkjugarðinum á Drangsnesi í um 20 mínútna göngufæri f´rá skólanum. Hugmyndavinna, vettvangsferð og tilraunir með efni úr lundinum er það sem nemendur hafa verið að bralla undanfarnar vikur í smiðjutímum. Við stefnum á að halda áfram vinnunni þegar snjóa leysir.

Continue Reading

Gleðileg jól

Síðasti skóladagurinn var í dag, við mætum aftur glöð í bragði eftir jólafrí 4. janúar. Hér má hlusta á hlaðvarpsþátt sem Guðbjörg Ósk nemandi í 8. bekk vann undir handleiðslu Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.

Continue Reading

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, síðan árið 1996. Að því tilefni flytja nemendur Grunnskóla Drangsness erindi úr laginu ,,Jónas litli“. Ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og lag eftir Jóhann Helgason. Börnin lærðu það og æfðu undir handleiðslu Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur, Sjá hér: https://youtu.be/4JwxavzaB5o

Einnig smíðuðu börnin sín eigin klippiljóð sem sjá má hér að neðan. Til hamingju með daginn!

Continue Reading