Skapandi börn í yngstu deild
Nemendur í yngstu deild, 1. og 2. bekk, vinna nú að fjölbreyttum verkefnum m.a. í textíl. Þau eru með hugann við fuglana og vorið sem er á næsta leiti. Í verkefnavikunni var eitt af markmiðunum að búa til dreka og nú hangir einn stór og fallegur pappírsdreki í glugga kennslustofunnar. Börnin hafa sagt og skrifað drekasögur. Tvö þeirra eiga ættir að rekja til Trutnov í Tékklandi þar sem stór og mikill dreki bjó eitt sinn rétt utan við bæinn en hlaut grimm örlög þegar bæjarbúar svældu hann út úr helli sínum og drápu enda ekki margir sem vilja hafa eldspúandi dreka í grennd við sig. Drekinn sem börnin luku við í dag er svo góður að af honum stafar engin hætta svo hann fær að lifa góðu lífi hér í Grunnskóla Drangsness.