Baráttudagur gegn einelti og Dagur íslenskrar tungu

Fimmtudaginn 8. nóvember var árlegur baráttudagur gegn einelti og unnum við margvísleg verkefni af því tilefni. Í næstu viku eða föstudaginn 16. nóvember höldum við Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með því að halda á dægurlagarúnt. Við munum flytja brot úr gömlum og nýjum dægurlögum hér og þar um þorpið eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.

Brátt nálgast annarskil og í nógu er að snúast, starfsmenn skólans munu undirbúa það sem framundan er á undirbúningsdegi mánudaginn 12. nóvember.