Náttúrugreinar í unglingadeild

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Náttúrugreinar í unglingadeild

Kennarar: Marta Guðrún Jóhannesdóttir og gestakennarar

Tímafjöldi á viku: 2-4 kennslustundir á haust- og vorönn, kennsla í náttúrugreinum fer einnig fram í smiðju.

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Í náttúrugreinum í unglingadeild er hugmyndaheimur náttúrugreina kannaður m.a. með aðstoð listasögunnar, samþætting greina er áberandi og skipa náttúrugreinar mikilvægan sess í vikulegum smiðjutímum þar sem fengist er við ólík viðfangsefni m.a. jarðsögu Kaldrananeshrepps, flóru og fánu í heimabyggð og ýmsar verklegar æfingar úti og inni. Sérstök áhersla á hugtakaskilning og söfnun hugtaka úr náttúrugreinum m.a. með því að safna saman hugtökum úr námsefninu inn á Quizlet vefinn. Eins og kemur frem undir erlendum tungumálum er kennsla í náttúrugreinum samþætt kennslu í dönsku og ensku. Megin markmið í kennslu náttúrugreina á unglingastigi er að gefa nemendum góðan grunn í þeim námsgreinum sem falla undir námssviðið og nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir til þess að tryggja gott náttúrulæsi, áhuga og forvitni í náttúrugreinum. 


Dæmi um námsefni í 8.-10. bekk: 

Britannica Online, Eðlisfræði 1-3, Efnisheimurinn, Lífheimurinn, Maður og náttúra, Litróf náttúrunnar, Stjörnufræðivefurinn og fleira efni frá kennara og af netinu. 

Myndbönd nýtt reglulega t.d. Kvistir af vef Menntamálastofnunar og fleiri lengri og styttri fræðslumyndir eftir því sem tilefni gefur til. Reglulegar verklegar æfingar, viðtöl við fræðimenn og þá sem hafa menntun á sviðum náttúrufræði, þátttaka í smiðjum s.s. eins og flóru-, fugla- og plánetusmiðju. 

 

 

Hæfniviðmið, verklag, við lok 10. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Námsmat

Hæfniviðmið, viðfangsefni, við lok 10. bekkjar getur nemandi 

Geta til aðgerða

greint hvernig þættir eins og tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni, • greint stöðu mála í eigin umhverfi og aðdraganda þess, í framhaldi skipulagt þátttöku í aðgerðum sem fela í sér úrbætur • tekið þátt í og útskýrt reynslu sína og niðurstöðu af þátttöku í aðgerðum sem varða náttúru og samfélag, • tekið rökstudda afstöðu til málefna og komið með tillögur um hvernig megi bregðast við breytingum en um leið tekið mið af því að í framtíðinni er margt óvisst og flókið.

   

Að búa á jörðinni 

skipulagt, framkvæmt og gert grein fyrir athugunum á námsþáttum að eigin vali er varða búsetu mannsins á jörðinni, • útskýrt og rætt ástæður náttúruverndar, • útskýrt breytingar á landnotkun og tengsl þeirra við jarðvegseyðingu og orkuframleiðslu, útskýrt árstíðabundið veðurlag og loftslagsbreytingar, ástæður og afleiðingar, • gert grein fyrir stöðu jarðar í himingeimnum og áhrifum hennar á líf á jörðu, • rætt um notkun gervihnatta í samskiptum manna, rannsóknir og álitamál þeim tengdum.

Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar

gert grein fyrir hvernig niðurstöður rannsókna hafa haft áhrif á tækni og atvinnulíf í nánasta umhverfi og samfélagi og hvernig þær hafa ekki haft áhrif, • tekið þátt í skipulagi og unnið eftir verk- og tímaáætlun hóps við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi, • dregið upp mynd af því hvernig menntun, þjálfun, starfsval og áætlanir um eigið líf tengjast breytingum á umhverfi og tækni.

   

Lífsskilyrði manna

útskýrt hlutverk helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans, gerðir frumna, líffæri þeirra og starfsemi, • útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun, • útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu, • útskýrt hvernig fóstur verður til og þroskast, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra, • rökrætt umhverfismál frá ólíkum sjónarhornum, er tengjast vatni, vatnsnotkun og sjó, • lýst hringrás efna og flæði orku í náttúrunni, útskýrt ljóstillífun og bruna og gildi þeirra.

Gildi og hlutverk vísinda og tækni

  metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað á skýran hátt, • beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins, • skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað, • unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.

   

Náttúra Íslands

gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum, • útskýrt flokka lífvera eftir skyldleika, ein- og fjölfrumunga, að erfðir ráðast af genum og hvernig íslenskar lífverur hafa aðlagast umhverfi sínu, • útskýrt þarfir ólíkra lífvera í ólíkum vistkerfum, • útskýrt hugmyndir um náttúruval, hæfni, aðlögun og arfbundinn breytileika, • lýst ólíkum leiðum við framleiðslu, dreifingu og nýtingu orku á Íslandi, • tekið dæmi af og útskýrt forvarnir, sem eru skipulagðar vegna náttúruhamfara.

Vinnubrögð og færni í náttúrugreinum

framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni, • lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt, • aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum, • beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda, • kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur, • gefið skýringar á og rökrætt valið efni úr athugunum og heimildum, • dregið ályktanir af gögnum og gefið ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.

   

Heilbrigði umhverfisins

gert grein fyrir verndun og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun, • rætt á gagnrýninn hátt framleiðslu, flutning og förgun efna, • sagt fyrir um þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita, • nýtt frumeindakenninguna og lotukerfið til að útskýra eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti, • útskýrt krafta sem verka í daglegu lífi manna.

Efling ábyrgðar á umhverfinu

tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því, • skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta, • sýnt fram á getu til að vinna að umbótum í eigin sveitarfélagi eða í frjálsum félagasamtökum, • rætt af skilningi eigin lífssýn og ábyrgð innan samfélags og tekið dæmi úr eigin lífi, • tekið þátt í að skoða og skilgreina stöðu umhverfismála á heimsvísu og rætt um markmið til umbóta.

   

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu 

fjallað á gagnrýninn hátt um aukefni í mat og aðferðir til að auka geymsluþol matvæla, • útskýrt forsendur vistvænnar hönnunar, • útskýrt mismunandi tegundir geislunar og hvernig þær eru notaðar í fjarskiptum og lækningum, • útskýrt einfaldar rafrásir og tengsl rafmagns og segulmagns, • skýrt tengsl mannfjöldaþróunar við framleiðslu og dreifingu matvæla og þátt líftækninnar í þeim tengslum.