
Gestakennsla
Í Grunnskólanum á Drangsnesi hefur skapast hefð fyrir komu gestakennara sem sjá um kennslu í styttri tíma í tilteknum námsgreinum.
Með því að fá gestakennara til starfa við skólann í eina til tvær kennsluvikur á hverju skólaári er fjölbreytni í námi við skólann aukin og nemendum tryggð fagleg og góð kennsla í völdum greinunum. Gestakennsla hefur mælst vel fyrir og er starfsfólk skólans þátttakendur í gestakennslu en hún þjónar einnig þeim tilgangi að kynna nýjar aðferðir í kennslu og fellur því undir endur- og símenntunarþátt kennara.
Gestakennarar skólaárið 2024-2025
Jón Örn Pálsson, sjávarútvegsfræðingur. Gestafyrirlestur um ljósátuverkefnið í Steingrímsfirði.
Arnlín Óladóttir skógfræðingur kennir í skólaskóginum við Laugarhól á degi íslenskrar náttúru.
Tom Grove og Katie Hall frá Whale wise voru með fyrirlestra og kennslu um hvali í tenglum við nýsköpunarverkefni First Lego League.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listakona og rithöfundur var með ritsmiðju í tengslum við goðafræðiverkefnið Goðdali.
Hrafnkell Guðjónsson, Keli var með slagverkssmiðju í tengslum við goðafræðiverkefni Goðdali.
Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona kenndi leiklist í árshátíðarsmiðju og leikstýrði leikritinu Goðdali.
Marta Guðrún Jóhannesdóttir kom með kynningu frá Árnastofnun á verkefninu „Hvað er með ásum“ sem Grunnskóli Drangsness tekur þátt í og kynnti svo nýja sýningu Árnastofnunar „Heimur í orðum“.
Sigríður Soffía Níelsdóttir og Sigríður Sunna hjá Þykjó, komu með listsmiðju í tengslum við List fyrir alla.
Gestakennarar skólaárið 2023-2024
Guðbjörg Hjartardóttir Leaman, Þórunn Björnsdóttir og Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlista- og tónlistakonur voru með listsmiðjur í tengslum við sýninguna „Ísleifur á heimaslóð“ sem haldin var á Drangsnesi haustið 2023.
Arnlín Óladóttir skógfræðingur kennir í skólaskóginum við Laugarhól á degi íslenskrar náttúru.
Nemendur fóru einn dag í Djúpavík og voru þar í tónlistarsmiðju með basknesku tónlistarfólki sem kenndi þeim að nýta hljóðfæri sem nemendur höfðu unnið úr endurunnu efni sem þau fundu í fjörum.
Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona kenndi leiklist í árshátíðarsmiðju og leikstýrði leikritinu Ævintýraferð að miðju jarðar.
Sigurborg Jóhannesdóttir myndlistakona var með listsmiðju í bókagerð, fyrir nemendur grunnskóla Drangsness en einnig fyrir nemendur á elsta stigi á Hólmavík sem kom í náttúru og útismiðju vorið 2024.
Jamie Lee þaranýsköpunarkona, vann sjávarnytja- og þarasmiðju ásamt Ástu Þórisdóttur fyrir elstu nemendur á Drangsnesi og Hólamvík í útismiðju vorið 2024.
Gestakennarar skólaárið 2022 – 2023
Patricia Burk kenndi grasnytjar, jóga og náttúruskoðun
Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur var með leiðsögn og fræðslu um Hvítsanda sem verið er að rannsaka þessi misserin.
Arnlín Óladóttir skógfræðingur kennir í skólaskóginum við Laugarhól á degi íslenskrar náttúru.
Bára Örk Melsted hélt fræðslu og stýrði málþingi um þátttöku ungs fólks í dreifbýli og lýðræði fyrir eldri nemendur á Drangsnesi og Hólmavík á samstarfsdögum.
Auður Höskuldsdóttir kenndi flatkökubakstur í Þorrasmiðju.
Jón Jónsson hélt erindi um ísbirni í vettvangsferð nemenda á Sauðfjársetur á Sævangi.
Svanur Kristjánsson í Fab Lab Strandir kenndi nemendum í stafrænni smiðju á Hólmavík.
Gestakennarar skólaárið 2019-2020 með áherslu á kennara úr nærsamfélaginu.
Bjarni Þórisson kynnti forritun og hljómsveitarstarf fyrir nemendum.
Patricia Burk kenndi jóga.
Unnur Ágústa Gunnarsdóttir kenndi heimilisfræði.