Smiðjur

Í skólanum hefur um nokkurra ára skeið verið unnið í smiðjutímabilum en hugmyndafræðin að baki smiðjunum er sótt til Norðlingaskóla í Reykjavík. Skólaárið 2008-2009 var unnið þróunarverkefni í Norðlingaskóla þar sem heildstætt skipulag utan um samþættingu list- og verkgreina við náttúrufræði og samfélagsfræði var þróað undir heiti smiðjunnar. Lesa má nánar um þetta þróunarverkefni hér. Margir skólar hafa tekið upp þetta fyrirkomulag og það hefur gefist mjög vel í litla skólanum okkar hér á Drangsnesi. Það er alltaf tilhlökkunarefni að hefja nýtt smiðjutímabil en á skólaárinu eru alltaf nokkrar fastar smiðjur s.s. eins og árshátíðarsmiðja  og matjurtarsmiðja sem hefur verið í þróun frá því vorið 2016, þá nýta nemendur sólskála í skólanum, skólagróðurhúsið og lítinn reit á skólalóðinni til þess að rækta matjurtir o.fl. Í smiðjum vinna kennarar saman í teymi og koma gestakennarar einnig stundum að smiðjuvinnunni. 

 

 

Dagur íslenskrar tungu / örsmiðja. – 2020 – Hér má sjá afrakstur örsmiðjunnar okkar um Dag íslenskrar tungu 2020. Börnin unnu með tungumálið og bjuggu til myndbönd.