Kvennasögusmiðja

Í kvennasögusmiðjua skólaárið 2017-2018 var haldið í ferðalag þar sem saga kvenna var skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Heimsókn nemenda og kennara til Ísafjarðar þar sem við fengum sérstaka leiðsögn um sýninguna Ég var aldrei barn um Karítas Skarphéðinsdóttur baráttukonu á Byggðasafni Vestfjarða setti mark sitt á smiðjuna en saga hennar er lýsandi dæmi um bága stöðu kvenna fyrr á tímum. Smiðjunni var skipt í þrjá efnisþætti og höfðu nemendur í nægu að snúast við að komast yfir helstu vörður í sögu kvenna. 

Saga og samfélag (Frá Landnámi, þjóðfélagsstaða kvenna í gegnum tíðina;  safna saman sögum af konum í plássinu), jafnrétti og kvenfrelsi, hver er staðan nú? Ath. bera saman við önnur samfélög (feðraveldi…), félagsstarf kvenna, (kvenfélagið Snót, saumaklúbbar…), störf kvenna, menntun, búseta, barneignir… finna frásagnir kvenna á ísmús og víðar . Frumkvöðlar í kynjajafnrétti, menntun kvenna og fleira.

Bókmenntir: Konur í bókmenntum (Bogga frá Hjalla eftir Vilborgu og fleiri kvennasögur, smásögur Svövu Jakobsdóttur, Guðrún frá Lundi, Ingibjörg Haraldsdóttir… Magnea frá Kleifum…)

Dægurmenning, afþreyingarefni (tónlist og kvikmyndir): Staðalímyndir, sterkar kvenfyrirmyndir, listakonur sem takast á við stöðu kvenna (Beyonce…), greina og skoða söngtexta, skoða Buffy og Twilight – samanburður, greina kvikmynd/sjónvarsþætti…