Textílmennt

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Textílmennt

Kennarar:  Unnur Ágústa Gunnarsdóttir 

Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund á mið- og vorönn. 

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Vinna með textíl er einnig fléttuð inn í nám í náttúrugreinum þar sem nytjar og dýraafurðir s.s. eins og ull eru skoðaðar sérstaklega í ólíkum verkefnum til þess að auka skilning og þekkingu á hráefni og tegundum textílefna. 

Saga textíls og þróun aðferða við að vinna klæðnað, listaverk o.fl. er kynnt í upphafi náms í textílmennt.  

 

Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Helstu verkefni 

Námsmat

Handverk, aðferðir og tækni

notað einfaldar aðferðir greinarinnar og beitt viðeigandi áhöldum, • unnið úr nokkrum gerðum textílefna, • unnið eftir einföldum leiðbeiningum.

     

Sköpun, hönnun og útfærsla 

tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu, •skreytt textílvinnu á einfaldan hátt, • gert grein fyrir mismunandi tegundum handverks og notað nokkur hugtök sem tengjast greininni, • leitað að einföldum upplýsingum í nokkrum miðlum.

     

Menning og umhverfi

sagt frá íslensku hráefni og unnið með það á einfaldan hátt, • sagt frá nokkrum tegundum textílefna, • fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna, • Notað ný og endurunnin efni í textílvinnu.

     

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Textílmennt

Kennarar: Unnur Ágúst Gunnarsdóttir 

Tímafjöldi á viku: 1-2 kennslustundir á haust- og miðönn

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Vinna með textíl er einnig fléttuð inn í nám í öðrum greinum sér í lagi í smiðju þar sem nemendur koma að gerð búninga fyrir árshátíðarsmiðju, miðla þekkingu sinni í gegnum textíl í öðrum smiðjum og vinna með uppruna og gerð fatnaðar, fatasóun o.fl. sem tengist textíl í samfélagsgreinum. 

Hæfniviðmið, við lok 7. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Helstu verkefni 

Námsmat

Handverk, aðferðir og tækni

beitt grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar, • fjallað um efnisfræði og unnið úr fjölbreyttum textílefnum, • unnið með einföld snið og uppskriftir.

     

Sköpun, hönnun og útfærsla

þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli, • notað fjölbreyttar aðferðir við skreytingar textíla, útskýrt hagnýtt og fagurfræðilegt gildi handverks og fjallað um fagurfræði í eigin verkum, •nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um textíla og textílvinnu.

     

Menning og umhverfi

fjallað um íslenskt hráefni í samhengi við sögu og sjálfbærni, • gert grein fyrir helstu eiginleikum náttúruefna og gerviefna, •sett textílvinnu og textílverk í samhengi við sögu, samfélag og listir, 

•gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum.

     

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Textílmennt

Kennarar: Unnur Ágústa Gunnarsdóttir stundakennari 

Tímafjöldi á viku: 1-2 kennslustundir á haust- og miðönn

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Vinna með textíl er einnig fléttuð inn í nám í öðrum greinum sér í lagi í smiðju þar sem nemendur koma að gerð búninga fyrir árshátíðarsmiðju, miðla þekkingu sinni í gegnum textíl í öðrum smiðjum og vinna með uppruna og gerð fatnaðar, fatasóun o.fl. sem tengist textíl í samfélagsgreinum. Textílmennt fellur einnig undir valgreinar sem kenndar eru í unglingadeild en ávallt er stefnt að því að nemendur geti valið á milli valgreina sem byggja á list- og verkgreinum þar sem nemendur fá færi á að dýpka þekkingu sína enn frekar en þó ekki síst að vinna sjálfstætt að sköpun með fjölbreyttan efnivið s.s. eins og textíl. 

 

Hæfniviðmið, við lok 10. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Helstu verkefni 

Námsmat

Handverk, aðferðir og tækni

 beitt fjölbreyttum aðferðum og áhöldum greinarinnar við formun textílafurða, • rökstutt eigið val á textílefni eftir viðfangsefni og efnisfræði, •unnið með snið og uppskriftir, tekið mál, áætlað stærðir og efnisþörf.

     

Sköpun, hönnun og útfærsla

beitt skapandi og gagnrýnni hugsun í hönnun og textílvinnu, • skreytt textílafurð á skapandi og persónulegan hátt, • lagt mat á eigin vinnubrögð, sagt frá góðu handbragði, formi og hönnun og notað til þess viðeigandi hugtök, • nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga á gagnrýninn hátt um efni sem tengist textílsögu, hönnun og iðnaði.

     

Menning og umhverfi

•útskýrt tjáningarmáta og tákn textíla og tísku út frá mismunandi stíl, áferð og efniskennd, í tengslum við sérkenni íslenskrar textílvinnu, handverks, textílsögu og menningararfs, • fjallað um helstu tákn og merkingar vefjarefna, • sagt frá textíliðnaði og starfsgreinum tengdum fatagerð og textílhönnun, • sagt frá vinnslu textílefna við mismunandi aðstæður og sett í samhengi við sjálfbærni og umhverfisvernd.