Gestanemendur

Hefð er fyrir því að taka á móti gestanemendum við skólann s.s. eins og fyrrum íbúum eða öðrum sem tengjast svæðinu. Forráðamenn gestanemenda eru beðnir um að fylla út sérstakt eyðublað, sjá hér að neðan, þar sem óskað er eftir leyfi til að stunda nám við skólann. Dvalartími gestanemenda er misjafnlega langur en þó ekki lengri en 2-4 kennsluvikur eða eftir samkomulagi. Ef beiðni berst um námsdvöl í lengri tíma fer hún fyrir fræðslunefnd og síðar sveitarstjórn. Ákjósanlegt er að beiðni
um dvöl berist skólastjóra með góðum fyrirvara. Skólastjóri ber beiðnina upp á fundi með kennurum og öðru starfsfólki skólans. Gestanemendur fylgja bekk og taka þátt í öllum þeim verkefnum sem unnin eru t.d. í smiðju og öðrum greinum en koma meðeigið námsefni ásamt öllu öðru er viðkemur náminu s.s. íþróttafatnað o.s.frv.
Gestanemendur fylgja reglum skólans.
Forráðamenn gestanemenda þurfa að láta það koma fram hvort óskað er eftir að nýta aðra þjónustu skólans s.s. eins og frístund og greiða jafnframt fyrir þá þjónustu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.

beidnigestadvol