Náttúrugreinar í miðdeild

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Náttúrugreinar í miðdeild

Kennarar: Elín Agla Briem og Marta Guðrún Jóhannesdóttir 

Tímafjöldi á viku: 2 kennslustundir á haust- og vorönn, kennsla í náttúrugreinum fer einnig fram í smiðju.

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Í náttúrugreinum í miðdeild er samþætting greina áberandi og skipa náttúrugreinar mikilvægan sess í vikulegum smiðjutímum þar sem fengist er við ólík viðfangsefni m.a. jarðsögu Kaldrananeshrepps, flóru og fánu í heimabyggð og ýmsar verklegar æfingar úti og inni. Stór hluti námsins á miðstigi tengist heimabyggð nemenda og reynsluheimi þeirra, tilfinning þeirra fyrir veðráttu, áhrifum tækni og vísinda á líf og störf er meðal þess sem skipar stórt hlutverk í kennslu náttúrugreina á miðstigi. Tilraunahringekjur eru reglulega og reynt eftir fremsta megni að tengja kennslu og námsefni við það sem stendur nemendum næst og fleira sem hefur bein áhrif á daglegt líf þeirra. Sérstök áhersla á hugtakaskilning og söfnun hugtaka úr náttúrugreinum m.a. með því að safna saman hugtökum úr námsefninu inn á Quizlet vefinn. Eins og kemur fram undir erlendum tungumálum er kennsla í náttúrugreinum samþætt kennslu í dönsku og ensku. 


Dæmi um námsefni í náttúrufræði á miðstigi: 

Náttúran allan ársins hring, Lífiríkið í sjó, Líf á landi, Blikur á lofti – þemahefti, C02 framtíðin í okkar höndum, Verklegar æfingar í náttúrufræði 5.–7. Bekkur, Auðvitað – jörð í alheimi, Auðvitað – heimilið, Auðvitað – á ferð og flugi (eðlis, efna-og jarðfræði).

Leikir og ýmis önnur námsgögn sem reyna á skilning nemenda á rafmagni, hljóði, efnafræði, jarðsögu, steintegundum, plöntum, dýraríkinu o.s.frv. 

Britannica Online, Stjörnufræðivefurinn og fleira efni frá kennara og af netinu. 

Myndbönd nýtt reglulega, sérstaklega áhugavekjandi og stuttar fræðslumyndir af vefnum. Reglulegar verklegar æfingar, viðtöl við fræðimenn og þá sem hafa menntun á sviðum náttúrufræði, þátttaka í smiðjum s.s. eins og flóru-, fugla- og plánetusmiðju. 



 

Hæfniviðmið, verklag, við lok 7. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Námsmat

Hæfniviðmið, viðfangsefni, við lok 7. bekkjar getur nemandi 

Geta til aðgerða

greint og sagt frá hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið eða dregið úr lífsgæðum íbúa og umhverfi þeirra, • greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir, • rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfi, • tekið afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti.

 

Að búa á jörðinni

 framkvæmt og lýst eigin athugunum á jarðvegi, veðrun, rofi og himingeimnum, • útskýrt hvernig Ísland byggist upp, hvernig landslag þess og jarðvegur breytist, • rætt um hvernig ræktanlegt land er notað og ýmsar hliðar landnotkunar og verndunar gróðurs,

Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar 

fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð, umhverfi og náttúru, • unnið undir leiðsögn í hópi eftir verkskiptri tímaáætlun við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi, • fjallað um hvernig ólík hæfni nýtist í störfum nútímans.

   

Lífsskilyrði manna

lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum, • útskýrt tengsl heilbrigðis og þess sem borðað er, • útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu, • lýst breytingum sem verða við kynþroskaaldur og gert sér grein fyrir mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum kynjanna, • gert grein fyrir muni á hreinu vatni og menguðu, hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun, • lýst samspili lífvera og lífvana þátta og tengt það hugmyndum manna um uppruna og þróun lífs á jörðu.

Gildi og hlutverk vísinda og tækni

gert sér grein fyrir mikilvægi gagna og líkana við að útskýra hluti og fyrirbæri, • lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum, • útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks, • tengt þekkingu og beitingu vinnubragða í náttúrufræðinámi við lausn annarra verkefna og útskýrt hugsanleg áhrif nýjustu tækni og vísinda á vísindalega þekkingu.

   

Náttúra Íslands

lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi, • lýst einkennum plantna og dýra, stöðu þeirra í náttúrunni, tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt, • lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð eða við Ísland, • útskýrt hvernig aðlögun lífvera að umhverfinu gerir þær hæfari til að lifa af og fjölga sér, • lýst og útskýrt hvernig orka í íslensku umhverfi getur breytt um mynd, • útskýrt hvar og af hverju helstu náttúruhamfarir verða, sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skiplögð.

Vinnubrögð og færni í náttúrugreinum

framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni, • útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum, • aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr efni á öðru tungumáli en íslensku, • beitt vísindalegum vinnubrögðum við öflun einfaldra upplýsinga innan náttúruvísinda og útskýrt ferlið, • kannað áreiðanleika heimilda með því að nota bækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur, • sett fram og rætt niðurstöður athugana á skýran og skipulegan hátt, • hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra.

   

Heilbrigði umhverfisins

gert grein fyrir notkun manna á auðlindum, • dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs, • útskýrt þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita, • gert grein fyrir og nefnt dæmi um efnabreytingar og hamskipti, • lýst kröftum sem hafa áhrif á daglegt líf manna.

Efling ábyrgðar á umhverfinu

tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði íbúa, • lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá hugsanlegri þróun í framtíðinni, • tekið þátt í og sýnt hæfni í samvinnu er lýtur að umbótum í heimabyggð, • gert grein fyrir eigin lífssýn og skilningi á samspili náttúrunnar, mannsins og heilbrigði eigin líkama, • tekið þátt í að skoða, skilgreina og bæta eigið umhverfi og náttúru.

   

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu 

bent á algeng efni á heimilum og í samfélaginu, notkun þeirra og áhrif á heilsu manna og umhverfi, • lýst áhrifum tækni á íslenskar atvinnugreinar, • lýst bylgjuhreyfingum og rætt nýtingu hljóðs og ljóss í tækni og atvinnulífi, • lýst hvernig rafmagn verður til, eiginleikum segla og notkun þeirra, • gert grein fyrir næringargildi ólíkrar fæðu og hvers konar fæða er framleidd á Íslandi.