Val

Á hverju skólaári undirbúa starsfmenn lista yfir valgreinar sem standa nemendum í unglingadeild til boða það árið. Gerðir hafa verið íþrótta- og tómstundasamningar sem felast í því að nemendur sem stunda nám í tónlist eða annarri listgrein og eða æfingar í íþróttagreinum s.s. eins og gönguskíðaíþróttinni gera samning um að fá nám sitt utan skólans metið inn sem valgrein. Kennari eða þjálfari veitir umsögn í lok skólaárs og metur hæfni viðkomandi nemanda. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á valgreinar sem hafa það að markmiði að dýpka þekkingu nemenda á tilteknum viðfangsefnum t.d. valáfanginn Film & Lit sem snýr að því að kynna kvikmyndaaðlaganir fyrir nemendum í gegnum vinnu með erlendar bókmenntir og kvikmyndir, nemendur hafa kynnst kvikmyndaleikskstjórum og þjálfast í að tjá sig í ræðu og ritu á ensku um kvikmyndir og bókmenntir. Reglulega er boðið upp á val í líkamsrækt þar sem íþróttakennari hefur kynnt þjálfun í líkamsræktarstöð fyrir nemendum, val sem snýr að mat og matarmenningu hefur einnig verið á dagskrá ásamt fleiru. 

Hér má sjá sýnishorn af samningi sem gerður hefur verið í tengslum við mat á ástundun í íþrótta- eða listgrein utan skólans eða starfstengdu vali. Umsokn_valgrein Samkomulag_starfstengt_val_2017