Líðankönnun

Leitast er við að kanna líðan nemenda og stöðu þeirra í námi reglulega á skólaárinu og eru lagðar fyrir stuttar líðankannanir í aðdraganda samráðsfundar að hausti og við lok miðannar. 

Líðan og staða starfsfólks er könnuð í starfsmannaviðtölum og svara þeir formlegum spurningalista áður en að viðtali kemur. Snar þáttur í virkri þátttöku nemenda við umbætur og breytingar á starfi skólans er skólafundur sem haldinn er tvisvar sinnum á hverju skólaári þar sem nemendur koma með tillögur að breytingum og setja fram óskir sínar varðandi skólastarfið. Skólafundur er mikilvægur umræðuvettvangur um allt starf sem fer fram innan skólans og hefur skilað jákvæðum breytingum á skólastarfinu.  

Niðurstöður skal nýta til umbóta í skólastarfi að höfðu samráði við skólaráð. Niðurstöður mats eru ávallt kynntar starfsmönnum, nemendum, foreldrum/forráðamönnum, skólanefnd og að endingu birtar á heimsíðu skólans undir umbótaáætlun og eða sjálfsmatsskýrslu.