Heimanámsstefna

Í Grunnskólanum á Drangsnesi er markmið nemenda og kennara að ljúka öllu námi á skólatíma. Ef nemendur ná ekki að ljúka verkefnum er þeim lokið heima en einnig er nemendum frjálst að vinna áfram heima í tilteknum verkefnum eða greinum ef áhugi er fyrir hendi. Rík áhersla er lögð á að hver nemandi lesi heima daglega og kvitta forráðamenn fyrir lesturinn. Lestrarbækur eru valdar í skólanum eða af nemendum sjálfum eftir hentugleika og lestrargetu hvers og eins. Í svonefndum bóknámstímum gefst nemendum m.a. færi á að ljúka við heimanám. Foreldrar og forráðamenn taka að öðru leyti virkan þátt í námi barna sinna m.a. með því að sinna námsmati í smiðjum og fleiri greinum. Í eldri deild er lögð meiri áhersla á góðan undirbúning heimavið og gerðar kröfur um að t.d. lestri námsbóka og fleiri verkefnum sé sinnt heima skv. áætlun frá kennara.