Flórusmiðja

Haustið 2015 hófst smiðjuárið á Flórusmiðju en yfirmarkmið þeirrar smiðju var að opna augu nemenda fyrir flórunni á svæðinu, velta fyrir sér flokkun plantna, nýtingu þeirra í gegnum tíðina og því að nemendur gerðu sér m.a. grein fyrir muninum á milli villtra plantna og þeirra sem sjá má í ræktuðum húsagörðum. Hér að neðan má sjá brot úr smiðjuskipulagi Flórusmiðjunnar sem kennarar skólans unnu í teymisvinnu. 

Flóran á Drangsnesi

Flokkun platna (plöntulykill)

Nýting platna þá og nú

Pressuð blóm

Markmið

Markmið

Markmið

Markmið

– þekkja helstu plöntur sem vaxa á Drangsnesi og í nágrenni s.s. ljónslappa, maríustakk, fjólur, blágresi vallhumal, njóla, hvönn, kerfil…

 

– kanni hvar plönturnar vaxa og við hvaða skilyrði

 

– kanni plöntur í húsagörðum og taki viðtöl við eigendur nokkurra garða og spyrja m.a. hvaðan plönturnar eru fengnar og hverjar uppáhaldsplöntur eigendanna eru og hvernig þær eru nýttar

 

– læri nokkur ljóð og eða söngva sem fjalla um plöntur (Ég leitaði blárra blóma…)

 

-skipuleggi verkefnin út frá tíma.

 

 

– skoði hvaðan flokkunarkerfið er komið (Linnaeus) og geti sagt frá Linnaeusi og hvernig hann byggði upp plöntulykillinn sinn

 

– læri að nota plöntulykla bæði á bókarformi og rafrænt (í pöddum)

 

– flokki plönturnar sem safnað hefur verið

 

– búi til plöntulykil…

– læri að þekkja helstu leiðir til þess að nýta plöntur t.d. til lækninga og til matar (ath. galdra)

 

– skoði hvernig plöntur voru notaðar áður fyrr t.d. á miðöldum (klaustrin), af langömmum og öfum o.s.frv.

 

– finni fyrirtæki sem vinna að því að selja lyf, krem og aðra vöru sem inniheldur plöntur (Urta Islandica…)

 

– finni tvær til þrjár uppskriftir sem innihalda plöntur og prófi a.m.k. eina þeirra í skólanum

 

-ráði við einfalda matseld

– nemendur smíða eigin blómapressu

 

– nemendur læri að pressa blóm og finna leiðir til þess að nýta þurrkuð blóm t.d. í skreytingar

 

– nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð og beiti skipulögðum vinnubrögðum samkvæmt ákveðnu ferli

– vinni með tré, sög og skrúfur. Kynnist útliti blómapressu og notkun þeirra í gegnum tíðina

-læri að nota verkfæri á ábyrgan hátt.