Samfélagsgreinar á unglingastigi

Grunnskóli Drangsness 2019-2020Námsgrein: Samfélagsgreinar í unglingadeild (8.-10. bekkur)
Kennarar: Elín Agla Briem og Aðalbjörg Óskarsdóttir 
Tímafjöldi á viku: 2-4 kennslustundir sem skiptast á milli smiðjutíma, lífsleikni og annarra námsgreina s.s. eins og íslensku og náttúrufræði. 
Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Hæfniviðmið, við lok 10. bekkjar getur nemandiLeiðir, kennariLeiðir, nemandiNámsmat
Reynsluheimur Umhverfi, samfélag, saga , menning: Hæfni nemanda til að skilja veruleikann.•sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs, • ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás, í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar,• sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf, • fjallað á upplýstan hátt um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins og breytilegrar menningar, trúar, lífsviðhorfa og stjórnarfars, • sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf, • aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni, sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi, • rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni, • fjallað um náttúruferla sem mynda og móta land og hafa áhrif á loftslag og gróður, • útskýrt megineinkenni gróðurfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig þessir þættir móta ólík lífsskilyrði,•greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum, • gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun, • greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum, • sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á tímabil, atburði, persónur, menningartengsl og þróunarferla á ýmsum tímum, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu, • gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum, • séð hvernig sagan hefur mótast af umhverfisþáttum og samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum, • gefið skýringar á og rökrætt gerð og þróun íslensks þjóðfélags í ljósi innlendra og alþjóðlegra áhrifaþátta, • greint afmarkaða efnisþætti stórrar eða smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar, • útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum, • útskýrt margbreytileika trúarbragða og lífsviðhorfa og greint áhrif þeirra á líf einstaklinga, hópa og samfélaga,• fengist við og greint viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og tengjast spurningum um merkingu og tilgang lífsins, •sýnt fram á læsi á frásagnir, hefðir, kenningar, hátíðir, siði og tákn kristni og annarra helstu trúarbragða heims, •rætt og borið saman ólík trúarog lífsviðhorf og gert sér grein fyrir hvað er sameiginlegt og hvað sérstætt, •greint áhrif Biblíunnar og helgirita annarra helstu trúarbragða á menningu og samfélög, •útskýrt trúarlegar vísanir og tjáningu í listum og bókmenntum, •gert sér grein fyrir hlutverki og margbreytileika fjölskyldna og gagnkvæmum áhrifum innan hennar á mismunandi tímum og menningarsvæðum, •útskýrt mismunandi hugmyndir um gerð og framkvæmd lýðræðis, •útskýrt hlutverk helstu stofnana samfélagsins og uppbyggingu stjórnkerfisins og formleg tengsl Íslands við umheiminn, •útskýrt og rökrætt hugmyndir um velferðarsamfélagið og tengsl þess við stjórnmál, atvinnulíf og hugmyndastefnur, •greint hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga, •tekið ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og neyslu, verði gagnrýninn neytandi og geti sett sér markmið á grundvelli þekkingar á fjármálaumhverfi einstaklinga og samfélags og þeim tilboðum sem eru í boði, • bent á, fyrirbyggt og brugðist rétt við ýmsum hættum og slysagildrum í umhverfinu og náttúrunni.Smiðjuvinna, sjálfstæð vinna, hópverkefni, umræður, undirbúa og flytja kynningar, samþætting við aðrar námsgreinar (ísl, ens, dan, stæ), vinnubókarkennsla, safnaheimsóknir, skipulag skólaferðalags (áfangastaður á Íslandi) skipulagt skólaferðalag erlendis, samstarf við Galdrasýningu á Ströndum,Umhverfisstefnugerð, Unicef dagurinn,   fræðsla (vitundarvakning) , fræðsla frá fulltrúum stofnana, s.s. Heilsugæslu, slökkvilið o.fl.  sem veita fræðslu um ýmislegt sem kemur að öryggi barnaSjálfstæð vinna, umræður, kynningar, vinnubókavinna, Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Umsögn og einkunn við annarlok. 
Hugarheimur Sjálfsmynd: Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum.•hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum, • rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats, sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund, • beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd, • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og tekið ákvarðanir á grunni þeirrar sjálfsþekkingar, • vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt, • lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta, • sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði, •greint jákvæð og neikvæð áreiti og staðist þrýsting, sem stefnir heilsu og velferð fólks í voða, • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og útskýrt fyrir öðru fólki mikilvægi þess,•sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum, • sett sér markmið og framtíðaráætlun, til að stefna að í framtíðinni í samræmi við eigin styrkleika og áhuga. Umræður, fræðsla  (vitundarvakning, t.d. frá ´78, Tabú), fræðsla frá fulltrúum stofnana, s.s. heilsugæslu, sjálfstæð vinna, kynningar, 
Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Umsögn og einkunn við annarlok. 
Félagsheimur Samskipti: Hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl við aðra.•tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu, • útskýrt með dæmum margbreytileika mannlífsins og ólíkan bakgrunn fólks, borið virðingu fyrir frelsi fólks til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta, •vegið og metið skoðanir og upplýsingar, brugðist við þeim á fordómalausan og réttsýnan hátt, • fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum, • rökrætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat, sýnt ábyrgð í samskiptum, umgengni og lífsháttum, m.a. með vísan til réttinda samkvæmt alþjóðasáttmálum, • komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra, • rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekki almenn ákvæði um mannréttindi•sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga, • ígrundað eigin getu til aðgerða og gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna eða aðgerðaleysis,• útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur, • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill, • sinnt velferð og hag samferðafólks síns.Umræður, hópverkefni, leikir, söguaðferð, skólafundir, nemendaráð, kynningarÞáttaka í umræðum og skólafundum. Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat. Umsögn og einkunn við annarlok.