Hönnun og smíði

Athugið að enn er unnið að breytingum á námskrá í greininni og munu upplýsingar verða uppfærðar á næstu vikum. 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Hönnun og smíði í yngstu deild (1.-4. bekkur)

Kennarar:  Unnur Ágústa Gunnarsdóttir 

Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Námsgreinin hönnun og smíði fléttast einnig inn í nám nemenda í öllum deildum sér í lagi í smiðju þar sem unnið er með handverk af ýmsu tagi en þó ekki síst hönnun í nærumhverfi, endursköpun ákveðinna svæða t.d. á sjálfri skólalóðinni o.s.frv. 

 

Hæfniviðmið, við lok 4. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Helstu verkefni

Námsmat

Handverk 

valið og notað nokkur verkfæri sem hæfa viðfangsefni á öruggan hátt, • gert grein fyrir nokkrum smíðaefnum sem unnið er með.

     

Hönnun og tækni 

dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að útskýra hugmyndir sínar, • unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut með áherslu á form og útlit, • framkvæmt einfaldar samsetningar, • sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum og nýtt virkniþætti í smíðisgripum, s.s. vogarafl, gorma og teygjur, • bent á ýmis tæknifyrirbrigði er tengjast hans daglega lífi, • greint einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt nokkrar lausnir.

     

Umhverfi 

valið efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi, • sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með, • beitt líkamanum rétt við vinnu sína og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar.

     

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Hönnun og smíði í miðdeild (5.-7. bekkur)

Kennarar:  Tryggvi Ólafsson stundakennari 

Tímafjöldi á viku: 1-2 kennslustundir á miðönn

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Námsgreinin hönnun og smíði fléttast einnig inn í nám nemenda í öllum deildum sér í lagi í smiðju þar sem unnið er með handverk af ýmsu tagi en þó ekki síst hönnun í nærumhverfi, endursköpun ákveðinna svæða t.d. á sjálfri skólalóðinni o.s.frv. 

 

Hæfniviðmið, við lok 7. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Helstu verkefni

Námsmat

Handverk 

valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki, • gert grein fyrir uppruna og notagildi þess efniviðar sem notaður er í smíðastofunni.

     

Hönnun og tækni 

útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu, • lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð, • valið samsetningar og yfirborðsmeðferð sem hæfa verkefnum, • hannað og smíðað verkefni sem nýtir orkugjafa og lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum, • lýst hvernig tæknin birtist í nánasta umhverfi hans og almennt í samfélaginu, • greint þarfir í umhverfi sínu og rætt mögulegar lausnir.

     

Umhverfi 

gert grein fyrir hvort efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni, • gert við og endurnýjað eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra, • útskýrt réttar vinnustellingar og valið viðeigandi hlífðarbúnað.

     

 

Grunnskóli Drangsness 2019-2020

Námsgrein: Hönnun og smíði 

Kennarar:  Tryggvi Ólafsson stundakennari 

Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund á miðönn 

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Námsgreinin hönnun og smíði fléttast einnig inn í nám nemenda í öllum deildum sér í lagi í smiðju þar sem unnið er með handverk af ýmsu tagi en þó ekki síst hönnun í nærumhverfi, endursköpun ákveðinna svæða t.d. á sjálfri skólalóðinni o.s.frv. 

 

Hæfniviðmið, við lok 10. bekkjar getur nemandi 

Leiðir, kennari

Helstu verkefni 

Námsmat

Handverk 

valið aðferðir, efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra, • sagt frá mikilvægi verkþekkingar í nútíma samfélagi.

     

Hönnun og tækni 

útskýrt hugmyndir sínar fríhendis- og með grunnteikningu, • unnið sjálfstætt eftir verkáætlun og vinnuteikningu, útbúið efnislista og reiknað kostnað, • framkvæmt flóknari samsetningar, s.s. samlímingu, töppun og skrúfun, • hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu, • sagt frá hvernig tækni er nýtt í atvinnulífinu, • gert grein fyrir áhrifum nýsköpunar á umhverfi sitt og samfélag

     

Umhverfi 

greint vistvæn efni frá óvistvænum og haft sjálfbærni að leiðarljósi við vinnu sína, s.s. við efnisval, • gert sér grein fyrir hvort og hvernig hægt er að endurnýja ýmsa hluti til að lengja líftíma þeirra, • beitt viðeigandi vinnustellingum og notað réttan hlífðarbúnað og fjallað um vinnuvernd og hvers vegna reglur þar að lútandi eru settar.