Upplýsinga- og tæknimennt

Þessi kafli verður uppfærður haust 2025

Upplýsinga- og tæknimennt fær gott rými í námi nemenda við Grunnskóla Drangsness. Skólaárið 2018-2019 varð skólinn hluti af verkefninu Forritarar framtíðarinnar en í því felst m.a. skólinn er skuldbundinn til þess að kenna forritun og vinna að því að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni meðal nemenda og starfsmanna skólans. Skólaárið 2017-2018 fékk skólinn Microbit tölvur í gegnum verkefnið  Microbit sem hleypt var af stokkunum haustið 2016 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Samtökum iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjölda fyrirtækja á Íslandi. Markmið verkefnisins er að efla þekkingu og áhuga ungs fólks á Íslandi á forritun og tækni, enda ljóst að á næstu árum verður þekking á forritun og tækni forsenda flestra starfa hér á landi eins og annars staðar. Kennarar sjá um kennslu í upplýsinga- og tæknimennt en starfandi forritari hefur haft umsjón með kennslu í forritun sem hefst á miðstigi. Auk þess hafa nemendur og starfsmenn tekið á móti gestum sem kynnt hafa óþrjótandi möguleika á sviði upplýsinga- og tæknimenntar ásamt því að kynna starfssvið sitt sem byggir á þróun og notkun tækni s.s. eins og hugbúnaðar o.s.frv. Í öllu námi við skólann  er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á námsforritum og fleiru sem auðveldað getur þeim nám og dagleg störf. 

 

Grunnskóli Drangsness 2025 -2026

Námsgrein: Upplýsinga- og tæknimennt í yngstu deild (1.-4. bekkur)

Kennarar:  

Tímafjöldi á viku: 1 kennslustund

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn 

Upplýsinga- og tæknimennt er samþætt öðrum greinum s.s. eins og íslensku þar sem unnin eru ýmis konar verkefni sem reyna á hæfni nemenda til þess að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim. Eftir því sem líður á nám í yngstu deild eru gerðar auknar kröfur til nemenda hvað varðar fingrasetningu, sjálfstæði í vinnubrögðum, skilningi á tækjabúnaði og helstu forritum sem nýtt eru í kennslu ólíkra námsgreina. Unnið er með ábyrga notkun og öryggi á markvissan hátt með ýmsum verkefnum; umræðum, skapandi verkefnum o.s.frv.

 

 

Grunnskóli Drangsness 2025-2026

Námsgrein: Upplýsinga- og tæknimennt í miðdeild (5.-7. bekkur)

Kennarar:  

Tímafjöldi á viku: 

Skólaárið skiptist í haust-, mið- og vorönn