Skólalundur

Einu sinni að vori og einu sinni að hausti fer kennsla fram í skólalundinum í Bjarnarfirði en þar hófst gróðursetning árið 2006. Upp úr aldamótunum 2000 var svæði í landi Klúku deiliskipulagt og gert ráð fyrir skógræktinni- skólalundi. Þennan reit skipulögðu þáverandi nemendur skólans en nokkurt hlé var á skipulögðu skólastarfi í tengslum við reitinn sem aftur má móti skipar nú mikilvægan sess í starfinu  bæði vor og haust. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni í Skólalundinum m.a. séð um mælingar á trjám, lært að greina ólíkar tegundir ásamt fleiru en eldri nemendur hafa farið um svæðið og notað Avenza staðsetningartækið til þess að finna tiltekna reiti. Vinnan í Skólalundi er unnin í miklu og góðu samstarfi við Arnlín Óladóttur plöntuvistfræðing og starfsmann Skógræktar ríkisins sem búsett er á svæðinu og starfaði áður sem kennari í skólanum.

Eftir hverja heimsókn í Skólalundinn er unnið áfram með verkefnin m.a. laufblöð og blóm þurrkuð til síðari greiningar o.s.frv. Um afar mikilvægt starf er að ræða sem býður upp á lifandi og fjölbreytta kennslu í öllum námsgreinum þó ekki síst í náttúrugreinum í öllum árgöngum.