Skólanámskrá

Skólanámskrá Grunnskóla Drangsness er tvíþætt en hún er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla og inniheldur allar upplýsingar og áætlanir sem snerta skólastarfið og framkvæmd þess.  Starfsáætlun veitir upplýsingar varðandi skólaárið, starfsmenn, hefðir og verklagsreglur ásamt fleiru. Hafa ber í huga að heimasíða skólans þjónar einnig þessu hlutverki en á henni birtast upplýsingar er varða skólastarfið allt frá þeirru stefnu sem skólinn vinnur eftir til einstaka áætlana sem flokkaðar eru eftir efnisþáttum s.s. eins og jafnrétti, öryggi, einelti o.s.frv. Í námsgreinahlutanum er gerð grein fyrir inntaki námsins eftir námssviðum og árgöngum. Þar má sjá nánari útfærslu á námi og kennslu námsgreina við skólann og í hverju sérkenni skólans felast.