Viðhorf foreldra

Skólaárið 2017-2018 var unnið að viðhorfskönnun foreldra sem byggði á eldri könnun sem lögð hafði verið fyrir skólaárið 2011-2012 og viðhorfskönnun sem unnin var af  Global Family Research Project.

Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í sjálsmatsskýrslu skólans sem nálgast má hér á heimasíðu hans en í megindráttum var viðhorf foreldra afar jákvætt og þátttaka sérlega góð (90%). Næsta foreldrakönnun verður lögð fyrir í lok þessa skólaárs eða eins og sjálfsmatsáætlun skólans segir til um. Vegna þess hve fámennur skólinn er hefur þátttaka í stærri könnunum s.s. eins og Skólapúlsinum ekki verið skynsamlegur kostur en á hverju skólaári er leitað allra leiða til þess að innra mat skólans sé með sem bestum hætti og skili umbótum hratt og örugglega inn í skólastarfið.