Stafrænir miðlar

Í Grunnskóla Drangsness er markmið í öllum námsgreinum er að efla færni nemenda í notkun stafrænna miðla og tryggja bæði skynsamlega notkun og gott upplýsinga-, miðla og tæknilæsi í öllum bekkjardeildum skólans. Skólaárið 2018-2019 var námsumsjónarkerfið Námfús tekið í gagnið. Kennarar skólans hafa einnig notast við ýmis önnur kerfi t.d. námsforritið SeeSaw og GoogleClassroom. Stafrænir miðlar og nýtækni eru nýttir í ýmsum tilgangi í námi við skólann m.a. til þess að miðla upplýsingum, í sköpun ólíkra verkefna í öllum námsgreinum og sem hluti af námsmati. Nemendur og forráðamenn eru eftir fremsta megni fræddir um notkun stafrænna miðla, einkum samfélagsmiðla og þær hættur sem þar geta leynst ásamt sögu þeirra og möguleikum í leik og starfi.