Viðbrögð vegna óveðurs

*sjá einnig í öryggishandbók Verklagsreglur þegar um óveður og / eða ófærð er að ræða Áætlun vegna röskunar á skólastarfi:   Skólastjóri sendir út tilkynningu á foreldra ef skóli fellur niður. Að öðru leyti taka forráðamenn ákvörðun um hvort halda beri börnum heima t.d. ef slæmt veður er í aðsigi. Ef appelsínugul eða rauð viðvörun er í aðsigi næsta dag hefur skólastjóri samband við foreldra og starfsfólk um að óvissa sé um skólastarf daginn eftir. Skólastjóri hefur aftur samband daginn eftir með frekari upplýsingum.   Mikilvægt er að foreldrar fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.   Ef tveir til þrír þættir eru til staðar, þá skal loka skólanum.
  1. Rafmagnstruflanir eða rafmagnsleysi.
  2. Veður er svo slæmt að ekki sé öruggt að dvelja utandyra.
  3. Ófærð, þ.e. erfitt er að komast til og frá skóla (t.d. vegna veðurs eða akstursskilyrða).