Símenntunaráætlun

Í Grunnskólanum á Drangsnesi er lögð áhersla á að starfsmenn eigi kost á símenntun innan sem utan stofnunar í þeim tilgangi að auka þekkingu sína og faglega hæfni. Vegna smæðar skólans er nauðsynlegt að nýta þá símenntun sem í boði er á vegum annarra stofnana ásamt því sem ætlunin er að taka virkan þátt í námskeiðum, fyrirlestrum og fleiru sem skipulagt er í samstarfi við nágrannaskólana. Í árlegri vakningarviku taka starfsmenn skólans þátt í þeirri fræðslu sem er í boði hverju sinni. Kennarar og skólastjóri fara yfir símenntun í árlegu starfsmannaviðtali.

Starfsmenn skólans sækja námskeið, fyrirlestra og ráðstefnur á ári hverju. Í upphafi hvers skólaárs er hugað að endurmenntun starfsmanna og hefð skapast fyrir því að sækja sameiginlega ráðstefnu áður en skólastarf hefst. Hugað er að þróunarstarfi í lok hvers skólaárs. Enn er unnið að nánari áætlun og útfærslu á símenntun og þróunarstarfi innan skólans.