Skólasel fyrir yngstu deildina

Skólaárið 2019-2020 hefur göngu sína Skólsel við Grunnskóla Drangsness. Umsjónarmaður Skólasels er Tryggvi Ólafsson og verður boðið upp á notalega dagskrá eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur mánudaga-fimmtudaga. Foreldrar barna í yngstu deild (1.-3. bekkur) eru hvattir til þess að kynna sér starfsemina og skrá sín börn fyrir föstudaginn 23. ágúst nk. Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is eða í síma 451-3436. Verð fyrir hverja klukkustund er 300 kr., miðdegishressing er innifalin og boðið upp á 50% systkinaafslátt.