Vetrar- og jólasmiðja

Nú er síðustu smiðju ársins að ljúka en í henni hafa nemendur skólans unnið að ólíkum verkefnum sem tengjast vetrinum og jólum. Nemendur yngri deildar skrifuðu vetrarsögur og bjuggu til „vetur í kassa“. Ýmis verkefni í aðdraganda jóla hafa einnig verið unnin; eldri deild setti saman hljómsveit sem tróð upp á jólaskemmtuninni, í list- og verkgreinum var nóg um að vera en að jólasmiðjunni komu auk kennara þau Unnur Ágústa, Linda og Tryggvi. Eftir áramót hefst ný smiðja sem ber titilinn Eldsmiðja en eins og nafnið gefur til kynna munu nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við eldinn sem ætlunin er að kynnast frá ólíkum hliðum. 

Vetur í kassa