Í upphafi nýs árs

Nýtt ár er gengið í garð og það fer vel af stað. Því miður hefur veður verið slæmt en skólahald þó ekki fallið niður. Börnin una vel við sitt og verkefnin framundan eru mörg og spennandi. Gunnar Helgason rithöfundur mun heimsækja okkur í janúar og við stefnum að því að halda hér þorrablót fyrir börnin þegar þorrinn hefst.