Verkefnavika og vorönn við að hefjast

Nú fer fram verkefnavika í lok miðannar og vinna nemendur að fjölbreyttum verkefnum ásamt því að taka kannanir og skila af sér ritgerðum og öðru sem námsmat annarinnar samanstendur af. Við hvetjum foreldra til þess að styðja börn sín við að vera sem best undirbúin þessa vikuna, nærast og hvílast því þá gengur allt svo miklu betur. Í lok næstu viku hefst svo vetrarfrí en að því loknu munu umsjónakennarar boða foreldra til viðtals.