Öskudagur

Undanfarin ár hafa nemendur Grunnskóla Drangsness gengið í fyrirtæki á Drangsnesi og sungið fyrir starfsfólk og gesti. Í ár sungu nemendur lögin: Nú gaman, gaman er, Dýravísur og Meistari Jakob. Góður rómur var gerður að söng nemenda og var þeim allstaðar vel tekið. Malarkaffi bauð svo upp á hádegisverð áður en nemendur fóru heim að undirbúa sig fyrir öskudagsballið sem haldið var í skólanum. 

Nú er vetrarfrí í skólanum og mæta allir sprækir næstkomandi þriðjudag 🙂