Útikennsla

Við höfum verið einstaklega heppin með veður þessa vikuna en nú hafa börnin flesta daga lagt stund á nám sitt útivið. Þriðjudaginn 19. maí var haldið í skólalundinn okkar í Bjarnarfirði þar sem Arnlín skógræktarráðgjafi kenndi okkur ýmislegt gagnlegt og hélt áfram að stýra vinnu við mælingar og annað er viðkemur skógræktinni í skólalundinum. Patricia jógakennari fylgdi okkur í skólalundinn og bauð okkur þar næst í heimsókn að Háabakka þar sem við grilluðum og fórum í skemmtilega útileiki. Í dag var haldið í Sandvík þar sem börnin skoðuðu m.a. fuglalíf; hreiðurgerð tjaldsins og hrossagauksins ásamt fleiru. Í næstu viku verður Guðný Rúnarsdóttir listgreinakennari gestakennari en hún er jafnframt nýráðin skólastjóri skólans. Við hlökkum til að taka á móti henni og halda áfram að nema, upplifa og skapa úti.

https://photos.app.goo.gl/iGfABJuC2sKP7Z1RA