Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í GD

Í dag föstudaginn 16. september héldum við Dag íslenskrar náttúru hátíðlegan. Börnin í yngri deild buðu til veislu þar sem m.a. var boðið upp á hitt og þetta úr gróðurhúsinu og skólagarðinum; rabarbara, kartöflur að ógleymdum eplunum þremur sem eplatréð gaf af sér. Steiktar voru vöfflur og drukkið kakó en í lok veislunnar skiptum við eplunum á milli okkar og nutum hvers bita í skemmtilegri núvitundaræfingu. 

Yrkjusjóður údeildi nýlega 40 birkiplöntum til skólans og var þeim plantað í dag í skógræktarreitinn fyrir ofan skólann. Að lokinni gróðursetningu fengu nemendur að bragða á berjum en af þeim er enn nóg hér í Kaldrananeshreppi.