Má bjóða þér starf við ræstingar í Grunnskóla Drangsness?

Grunnskóli Drangsness leitar að starfskrafti til þess að taka við ræstingum við skólann frá og með 1. desember 2023, um 22% hlutastarf er að ræða.

Í Grunnskóla Drangsness starfa að jafnaði um 10 nemendur og 3-4 starfsmenn, skólinn er á tveimur hæðum og eingöngu er unnið með vistvæn efni við þrifin. Nálgast má upplýsingar um skólastarfið í gegnum heimasíðu skólans skoli.drangsnes.is

Menntunar- og hæfnikröfur:
Sveigjanleiki, samviskusemi og jákvæðni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkvest.

Með umsóknum skal fylgja ferilskrá og meðmæli. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Umsókn skal skila á netfangið skoli@drangsnes.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023
Allar nánari upplýsingar um ofangreint starf veitir Ásta Þórisdóttir skólastjóri í síma 4513436 / 6635319 og í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is