Hjartahlýr og barngóður starfsmaður óskast!
Grunnskóli Drangsness auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í Skólaseli frá og með 1. ágúst 2019 til 1. júní 2020. Um tímabundið starf er að ræða.
Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir yngstu nemendur skólans (1.-3. bekkur) frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Starfsmaður Skólasels mótar dagskrá selsins í nánu samstarfi við skólastjóra, umsjónarkennara yngstu deildar, börn og foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun og eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum skilyrði.
Framúrskarandi færni í samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Góðir skipulagshæfileikar, ábyrgð og stundvísi.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is
Með umsóknum skal fylgja ferilskrá, meðmæli, vottorð um hreina sakaskrá og stutt greinargerð um ástæðu umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2019