Fundargerðir Skólaráðs

Skólaráðsfundur 10. mars 2020 kl. 17:00 í Grunnskóla Drangsness

 

Mætt voru þau Halldór Logi og Eva Katrín fulltrúar foreldra, Elín Agla, Aðalbjörg og Marta fulltrúar starfsmanna skólans, Sara Lind og Kristjana Kría fulltrúar nemenda en Harald fulltrúa grenndarsamfélagsins vantaði. 

 

Aðalbjörg stýrði fundi og Marta ritaði fundargerð

 

Skóladagatal kynnt og rætt, Alla útskýrði m.a. fyrir þeim sem hafa ekki áður setið fundi ráðsins hver rammi dagatalsins er t.d. hversu margir skóladagar eiga að vera skv. lögum o.s.frv. Gestakennarasmiðjur og sundkennsla meðal þess sem var rætt sérstaklega ásamt dagsetningum haust- og vetrarfría. Spurt var um hvort einhverjar stórar breytingar væru á dagatalinu frá því á yfirstandandi skólaári, Alla svaraði því til að engar stórar breytingar væru boðaðar. Skólaráð samþykkir skóladagatal skólaársins 2020-2021. 

 

Heimsókn frá Menntamálastofnun vegna ytra mats dagana 16.-17. mars nk. 

 

Mánudag og þriðjudag verður gerð úttekt á skólanum en þær Gunnhildur og Snædís starfsmenn Menntamálastofnunar munu m.a. ræða við fulltrúa í skólaráði ásamt fleirum. Alla sagði frá heimsókninni og í hverju hún er fólgin en hún mun senda meðlimum skólaráðs tilkynningu þegar verður ljóst hvenær óskað er eftir viðtali við þá. 

 

Framtíðarsýn

Þeirri spurningu varpað fram hvernig fundarmenn sjá fyrir sér skólahald við skólann í framtíðinni, hver ættu t.d. að vera einkunnarorð skólans o.s.frv. Margt rætt og nokkrar hugmyndir komu fram m.a. sú  að í einkunnarorðunum komi fram að skólinn sé í nánum tengslum við samfélagið. 

Athuga með að tengjast öðrum skóla t.d. á höfuðborgarsvæðinu, með aðra skólagerð til þess að gefa nemendum færi á að kynnast fjölbreyttu skólahaldi. 

Hugmynd að nýta fæð skólans og hversu færanleg við erum og gætum t.d. ferðast meira með nemendur. 

 

Önnur mál 

 

Alla sagði frá því að pantaðar yrðu skólapeysur sem vonandi verða tilbúnar í vor. Rætt um myndatökur og mikilvægi þess að taka skólamynd, Alla ætlar að hafa samband við Gunnar Loga á Hólmavík varðandi það. 

Rætt um vinnustaðasmiðju o.fl. sem hefur verið gert áður í unglingadeild. 

Nemendur minntu á að tryggja að góðar frímínútur væru á milli tíma löngu kennsludagana s.s. eins og á þriðjudögum. Annar þeirra bar einnig upp með þá hugmynd að alla kennsludaga væri skóla lokið á sama tíma t.d. kl. 14:00

Námsumsjónarkerfi, rætt um notkun Námfús, GoogleClassroom og hvaða leiðir allir eru sammála um að fara hvað það varðar. Sú tillaga borin upp að taka ákvörðun á fundinum og bera upp á næsta fræðslufundi. 



Rætt um líðankannanir við nemendur, hvaða leiðir er best að fara; skriflega könnun og eða viðtal við umsjónarkennara. Skoða betur síðar.

 

Fleiri ekki rætt og fundi slitið kl. 17:20



 

Skólaráðsfundur 14/3 2109 haldinn í grunnskólanum. 

 

Mætt voru Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri, Haraldur Ingólfsson fulltrúi grenndarsamfélagsins, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir fulltrúi kennara, Eva Katrín Reynisdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson fulltrúar foreldra, Guðbjörg Ósk og Sigurbjörg Halldóra Halldórsdætur fulltrúra nemenda, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi kennara (sem ritar fundargerð)  

 

Dagskrá: 

 

  1. Marta býður fundarmenn velkomna og sérstaklega Harald nýjan fulltrúa í skólaráði og Guðbjörgu sem situr sinn fyrsta fund í forföllum Söru Lindar. 

 

  1. Skóladagatal 2019-2020

Marta fer yfir dagatalið og segir að í haust verði sameiginlegur starfsdagur starfsfólks á svæðinu verði hér. Vitundarvakning sem átti að vera í haust (Kvan og Hugrún) féll niður og ákveðið að fá þau þann 11. október nk. Sundkennslan verður að hausti og aftur að vori líkt og í vetur og gafst vel. Nemendur voru ánægðir með þetta fyrirkomulag.  Sveitaskólinn verður á dagskrá aftur næsta vetur og er áætlað að fara 1.-5. september. Vetrarfrí eru sett inn 24.-28. okt. og 28.feb. – 2. mars. Rætt um að flytja skólann til Kanarý í feb/mars 🙂 

Verkefnadagar færðir aftur að 11. nóvember. Skóli settur 21. ágúst og slitið 29. maí. Reykir eru ekki inn á skóladagatali en beðið er eftir dagsetningum frá þeim. Hefur verið mjög gott samstarf við Auðarskóla og Reykhólaskóla svo að við munum reyna að halda áfram samstarfi við þau t.d. i tengslum við Reyki. 

Gestakennara eru ekki á skóladagatali en upp kom hugmynd t.d. að fá Björn Kristjánsson í tónlistarsmiðju. 

 

  1.   Kennsla og annað sem viðkemur næsta skólaári (starfsáætlun,    endurmenntunardagur í ágúst o.f.l.)

Stefnt er á að fá Samskiptanámskeið fyrir starfsfólk. Marta hefur sótt um styrk í endurmenntunarsjóð grunnskóla og bjóða öðrum skólum að taka þátt. 

Sigurbjörg bendir á að FOKK ME, FOKKJÚ, Sjúk ást, Einar Darri (Ég á bara eitt líf) Loftslagsverkfall séu mjög góðir fyrirlestrar. 

Stundakennara hafa verið að koma og verið með list- og verkgreinakennslu í vetur og í vetur hafa Sigrún á Fiskinesi, Bjarni í Bæ og Unnur Ágústa verið með stundakennslu og hefur það gengið vel. Ósk kom frá nemendum um að fá smíðakennslu. 

Markmiðið er að auka list- og verkgreinakennslu á landinu öllu. 

 

  1. Skólalóð og vinna við að bæta hana. 

2016 kom hópur frá LHÍ og vann við lóðina með aðstoð íbúa. En það þarf að halda við og eru nemendur komnir af stað við undirbúning. Upp komu hugmyndir á fundi nemenda að safna áheitum og styrkjum til að leggja lið. Einnig þyrfti að fá aðstoð foreldra og íbúa til. Krakkarnir hafa gert áætlun og stefnt á vinnudag í maí. Einnig rætt um skólalóð Krakkaborgar. 

 

  1. Önnur mál

Sigurbjörg leggur til að nemendur grunnskólans taki þátt í loftslagsverkfalli á morgun. Vel tekið í það.  

 

Fundi slitið kl. 18:15

 

Skólaráðsfundur 7.11.2018

 

Skólaráð Grunnskólans á Drangsnesi kom saman á fundi miðvikudaginn 7. 11.2018 í skólanum. Mættar voru: Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir fulltrúi kennara, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi kennara, Eva Katrín Reynisdóttir fulltrúi foreldra, Sara Lind Magnúsdóttir fulltrúi nemenda og Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir fulltrúi nemenda

 

Dagskrá: 

 

  • Breyting á skólaráði  vegna samreksturs leik- og grunnskóla
  • Nýir fulltrúar kynntir
  • Farið yfir hlutverk skólaráðs
  • Val á fulltrúa grenndarsamfélags og varamönnum 
  • Skólanámskrá – námskrárhluti áherslur o.fl. 
  • Jafnréttisáætlun skólans rædd og kynnt
  • Önnur mál 

 

 

 

  • Breyting á skólaráði vegna samreksturs leik- og grunnskóla

 

Búið er að sameina leik- og grunnskóla og mun starfsmaður leikskóla koma inn sem fulltrúi starfsmanna. 

 

  1.   Nýir fulltrúar kynntir: 

Sara Lind Magnúsdóttir kemur inn sem fulltrúi nemenda og Tryggvi Ólafsson sem fulltrúi starfsmanna. Sara Lind er mætt á fundinn og er hún boðin sérstaklega velkomin . 

 

  1. Farið yfir hlutverk skólaráðs

Marta Guðrún skólastjóri kynnti hlutverk skólaráðs.Hún benti á vefsíðuna heimiliogskoli.is þar sem hægt er að lesa sér til um ráðið. Markmiðið er að nemendur njóti góðrar skólagöngu og er ráðið vettvangur fyrir sem flestar raddir. SBR. kennara, foreldra, nemenda, starfsfólks og grenndarsamfélags. Grunnskóli Drangsness er fámennur skóli og kemur skólaráð saman tvisvar á ári einu sinni að hausti og einu sinni að vori. 

 

  1. Val á fulltrúa grenndarsamfélagsins og varamönnum. 

Rætt um að fá varamenn inn í ráðið. Innan nemendahópsins var stungið upp á að Guðbjörg Ósk verði varamaður Söru Lindar og Kristjana Kría verði varamaður Sigurbjargar Halldóru. Varamenn foreldra verði Petra Jaklova í stað Evu Katrínar og Zbgniev Dobcinskií stað Halldórs Loga. 

 

Kjósa þarf fulltrúa úr grenndarsamfélagsins og var lagt til að Haraldur Vignir Ingólfsson yrði kosinn og var það samþykkt. 

 

  1. Skólanámskrá – námskrárhluti áherslur o.fl. 

 

Vinna í skólanámskrárhluta gengur rólega og biður Marta fundarmenn um hugmyndir til að gera vinnuna sem fjölbreyttasta.  Rætt var um kosti þess að vinna í bók eða ekki, að vera í einstaklingsverkefnum eða hópverkefnum. Að vera meira úti o.s.frv. Marta sagði frá að í Hrísey skipuleggja nemendur eina viku.

Ákveðið að hafa námskrárfund á skólaárinu með nemendum. 

 

  1. Jafnréttisáætlun skólans rædd og kynnt.

 

Marta Guðrún kynnti jafnréttisáætlun skólans sem er á heimasíðu skólans. Hún var send til samþykktar hjá jafnréttisstofu og fékk áætlunin mikið hrós þaðan. 

“Í Grunnskólanum á Drangsnesi er lögð áhersla á jafna aðkomu allra og jöfn tækifæri meðal nemenda og starfsmanna. Jafnréttis- og mannréttindaáætlun skólans má nálgast hér að neðan.

Frá hausti 2015 hefur verið unnið markvisst að því að beinum sjónum að jaðarsettum hópum og fá fræðslu frá stofnunum og félagasamtökum fyrir nemendur, starfsfólk, forráðamenn og alla þá sem að starfi skólans koma með beinum eða óbeinum hætti. Lífsleikni hefur verið kennd í öllum bekkjardeildum.  Áherslan í lífsleikni hefur verið á stöðu flóttamanna, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafnrétti og mannréttindi ásamt fleiru. Haldið verður áfram með slíka vinnu í öllum námsgreinum eins og fram kemur í jafnréttisáætlun skólans”

http://skoli.drangsnes.is/jafnrettisaaetlun/

 

  1. Önnur mál 

Sigurbjörg Halldóra spurði hvenær væri væntanleg kynning eins og hefur verið í október. (Pálmar, ‘78 og Tabú) Marta Guðrún sagði að vegna þess að enginn komst frá nágrannaskólum þá var viðburðinum frestað væntanlega til 3.maí. Um er að ræða KVAN og Hugrúnu, þar sem áhersla er á geðsjúkdóma og andlega líðan.  

 

Fundi slitið kl. 18:50

 

Skólaráðsfundur 28.9.2017

Skólaráð Grunnskólans á Drangsnesi kom saman í grunnskólanum fimmtudaginn 28.9.2017 kl. 18:00. Mætt voru: Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri, Eva Katrín Reynisdóttir fulltrúi foreldra, Anna Björg Þórarinsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags, Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir og Magndís Hugrún Valgeirsdóttir fulltrúar nemenda og Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi starfsfólks. 

 

Dagskrá: 

  1. Innra mat
  2. Huga að bættu og öflugra skólastarfi
  3. Skólanámskrá
  4. Önnur mál

 

  1. Innra mat

Marta Guðrún kynnti þau verkfæri sem hafa verið og verða notuð við innra mat og eru þau kynnt á vef skólans. 

  1. Huga að bættu og öflugra skólastarfi

 Marta Guðrún óskaði eftir hugmyndum til að breyta og bæta skólastarfið. T.d. að breyta einhverju sem hefur verið “alltaf” Að ræða um að fara t.d. í aukið samstarf með öðrum skólum t.d. Reykhóla/Auðarskóla. Fjarlægðir hafa minnkað og reyna að auka tengsl nemenda.

Rætt var um tímasetningu árshátíðar sem gæti breyst vegna “Samfestingsins” sem verður þann dag sem hún átti að vera. 

Anna Björg spyr um vitundarvakningarviku sem hefur verið undanfarið og Marta segir að Pálmar Ragnarsson komi þann 13. október. Búið er að staðfesta að Finnbogastaðaskóli mun koma ekki er búið að staðfesta komu annarra skóla. 

Eitt markmið með þessu er að við fáum að vera gestgjafar. 

Anna Björg spyr hvort það verði tónlistarkennsla en Marta Guðrún segir að það komi sjónlistarkennari, Sinead , sem verði með gestasmiðju í haust.

Friðsteinn Helgi er farinn að kenna á gítar eftir skóla og Marta hefur nefnt við hann að hann komi til aðstoðar t.d. fyrir jólin og árshátíð. 

Anna Björg spyr hvort leikskólinn verði með aftur í árshátíðarsýningunni. Marta segir að það sé stefnan og að gera þá eitthvað skemmtilegt með leikskólanum. Möguleg vorferð með þeim. 

Magndís myndi vilja að maturinn yrði tilbúin og að fara til útlanda í skólaferðalag. 

Marta sýnir fundarmönnum nýja aðstöðu í matsal og segir frá því að það sé komin uppþvottavél. 

Marta segir frá skólalundinum og segir að nú sé búið að gróðursetja og það þurfi að fara að koma fyrir bekkjum o.s.frv. 

Skólalóðin þarf smá viðhald, t.d. mála stýrishúsið o.fl. og Mörtu datt í hug hvort foreldrar geti komið á vinnudag einu sinni á hausti og einu sinni á vori. Sveitarfélagið myndi greiða efniskostnað. Sigurbjörg vill enn og aftur minnast á að hún vill fá aparólu. 

Kartöflugarðurinn heppnaðist mjög vel og uppskárum við hátt í 20 kg. af kartöflum. Að gera meira í gróðurhúsinu fara í að rækta ávexti t.d. eplatré. 

Sigurbjörg segir að það þurfi að fá skilti um að vera ekki allsber fyrir utan skólann. Nemendur horfðu á nakinn karlmann í hádeginu í dag. Marta segir að það sé mjög margt sem má gera og þarf að gera. 

Anna Björg spyr um hvort það sé sniðugt að hafa eitthvað sniðugt fyrir jólin. Upp kom hugmynd að hafa sameiginlegt foreldarfélag leik- og grunnskóla. Hugmyndir um að fá fólk af erlendum uppruna til að kynna jólahefðir sínar. Magndís kom með hugmynd að leik fyrir svoleiðis dag. 

Rætt um að hafa fund og boða leikskólaforeldra líka á hann. 

Marta lýsir yfir ánægju sinni með að það sé komið eitthvað eftir skóla. T.d. Steini komi. Eva segir að fyrir einhverjum árum hafi foreldrar skiptst á að hafa “opið hús” þar sem komið var með spil og fleira. 

 

  1. Skólanámskrá

Verið er að vinna í skólanámskrá sem sett verður inn á netið.

 

  1. Önnur mál

Anna Björg spyr hvort það haldi áfram að bjóða öllum á opið hús eins og hefur verið. Marta segir að það sé alltaf stefnan að bjóða fólki í skólann. 

 

Fundi slitið kl 19:05

Aðalbjörg Óskarsdóttir