
Stærðfræði
Í fámennum skóla eins og Grunnskóla Drangsness fer kennsla að mestu leyti fram í samkennslu árganga. Kennslan er einstaklingsmiðuð og reynt að hafa hana sem fjölbreyttasta. Nemendur vinna reglulega að stórum og smáum sameiginlegum verkefnum í stærðfræði en þar reynir á hæfni þeirra til þess að geta miðlað þekkingu sinni til þeirra sem yngri og eldri eru og vinna saman að því að komast að sameiginlegri niðurstöðu.