Nýbúar

Stefna í menntun nemenda með íslensku sem annað tungumál

Tilvísun:

  1. Lög um grunnskóla 2. gr.
  2. Stefnumörkun Kaldranarneshrepps í málefnum tvítyngdra barna.
  3. Aðalnámskrá grunnskóla


Leiðarljós:
Veita skal öllum nemendum kennslu við hæfi og finna bestu úrræði sem völ er á hverju sinni

Tilgangur stefnunnar er:

Að þróa leiðir til að koma til móts við tvítyngda nemendur og foreldra þeirra

 

Menntun tvítyngdra barna:

Upphaf skólagöngu tvítyngdra nemenda

Mat lagt á stöðu nemandans við komu af umsjónarkennara og kennara í íslensku sem öðru máli.
Einstaklingsnámskrá gerð í samvinnu umsjónarkennara, kennara í íslensku sem öðru máli og foreldra barnsins hálfum mánuði eftir komu barnsins þar sem framvinda og samhengi er í námi
Áhersla lögð á fjölbreyttar matsaðferðir fyrir fjöltyngda nemendur

Námið

Námið fari fram í gegnum allar námsgreinar
Námið fari fram m.a. með þekkingarleit í bókum, á veraldarvefnum, í fjölmiðlum og í umhverfinu
Nám í umgengni og skólamenningu. Nemendur í íslensku sem öðru máli fái bæklinginn “Í skólanum” sem er gefinn út af Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði. Unnið með bæklinginn og hann útskýrður
Nemendur þjálfaðir í samvinnu m.a. með leikjum, hópverkefnum, samvinnunámi o.fl.

Heimili og skóli

Foreldrar upplýstir af umsjónarkennara og kennara í íslensku sem öðru máli um mikilvægi þess barnið viðhaldi móðurmáli sínu og auki við það
Heimanámsaðstoð verði tvítyngdum nemendum að kostnaðarlausu
Til þess að nemendur fái heildstæða menntun og verði færir um að lifa í og samlagast upplýsingarþjóðfélagi sem er í stöðugri þróun.

Samskiptareglur er mikilvægt að læra og ef vel tekst til geta þær dregið úr og jafnvel komið í veg fyrir félagslega einangrun. Tilgangurinn er að nemendur læri að sýna tillitssemi, umburðarlyndi og umhyggju fyrir öðrum.

Kennslan er grunneining í skólastarfinu sem þarf að falla vel að þeim markmiðum sem eru sett. Gæta þarf eðlilegrar fjölbreytni svo námið verði áhugavert. Námið reyni á nemendur með margvíslegum hætti virki og veki einstaklinginn til umhugsunar og falli að honum.

Heildrænt samfélag er samfélag bæði meiri –og minnihlutahópa. Mikilvægt er að tvítyngdur nemandi geti tekið þátt í að skapa sameiginlegan reynsluheim sem íslenskur skóli og samfélag byggir á.

Ábyrgðarsvið: Allir kennarar skólans. Umsjónarkennari og kennari í íslensku sem öðru máli gefur upplýsingar um framgang og framkvæmd þessa hluta stefnunnar til foreldranna.

Samstarf foreldra og skólans

Lögð er áhersla á góð samskipti kennara og foreldra. Túlkaþjónusta kölluð til eftir þörfum og aðstæðum
Samvinna heimila og skóla verði efld. Haldinn verður sérstakur fundur þar sem skólinn er kynntur á ólíkum tungumálum. Fundað verði með stjórn foreldrafélagsins um hvernig hún getur stutt foreldrana
Skólareglur verði þýddar eftir þörfum.
Gott samstarf heimila og skóla er mikilvægur þáttur í uppeldi og fræðslu og getur ef vel tekst til stuðlað að árangursríku námi.

Ábyrgðarsvið: Skólastjóri, kennarar, foreldrafélag Grunnskólans á Drangsnesi.