Author Archive

Magndís hreppti fyrsta sætið

Verkefni íslensks grunnskólanema eitt af tíu bestu í European Heritage Makers Week

Úrslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna voru tilkynnt fimmtudaginn 5. júlí og hreppti Magndís Hugrún Valgeirsdóttir, nemandi í 6. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, fyrsta sætið. Vinningsverkefni Magndísar er þriggja mynda vatnslitasería sem sýnir ólíka þætti tilverunnar á hvalveiðistöðinni á Strákatanga við Steingrímsfjörð á meðan hún var starfrækt á sautjándu öld.

Tengill á fréttina hér

Continue Reading

Sinéad McCarron gestakennari vikunnar

Vikuna 6.-10. nóvember leiðir Sinéad McCarron hönnuður fyrstu gestakennarasmiðju skólaársins. Sinéad hefur í rannsóknum sínum og námi við LHÍ lagt áherslu á nýjar og spennandi aðferðir í kennslu og samvinnutækni í sköpun. Föstudaginn 10. nóvember kl. 11:30-12:10 verður kynning á afrakstri smiðjunnar. Við bíðum þess með eftirvæntingu að kynnast betur Sinéad og aðferðum hennar í listkennslu.

Continue Reading

Gull og grjót á Hólmavík

Föstudaginn 15. september mun skólinn fá heimsókn frá List fyrir alla sem að þessu sinni býður upp á verkefnið Gull og grjót. Þær Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt og María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir hönnuður hafa umsjón með verkefninu sem hefur það m.a. að markmiði að gefa grunnskólanemendum innsýn í heim arkitekta og hönnuða. Einnig mun gefast tækifæri til að kanna hvernig manngert umhverfi okkar hefur áhrif á okkur. Við erum ótrúlega spennt að taka þátt í þessu verkefni en við munum verja deginum með vinum okkar á Hólmavík þar sem verkefnið fer fram frá kl. 8:30-14:30

Continue Reading

Þríleikur Þorbjörns árshátíðarsýnings skólans

Það stendur mikið til í Grunnskólanum á Drangsnesi þessa dagana en æfingar hafa staðið yfir á nýju verki, Þríleik Þorbjörns sem unnið er upp úr þremur af þekktustu verkum norska leikskáldsins Thorbjörns Egners. Nemendur og starfsfólk skólans ásamt vinum sínum í leikskólanum hafa staðið í ströngu við að undirbúa sýninguna en nú líður að uppskerutíma því sýningin verður frumsýnd föstudaginn 7. apríl í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Sýningin hefst kl. 19:00 og að henni lokinni verður boðið upp á stórkostlegar veitingar sem foreldrar barna í leik- og grunnskólanum hafa undirbúið.

Páskaleyfi hefst mánudaginn 10. apríl og skóli hefst að nýju þriðjudaginn 18. apríl.

Við hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn og vonum að þið njótið samverunnar í páskaleyfinu!

Continue Reading

Styttist í frumsýningu

Nú styttist í árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi en við munum frumsýna leikverk föstudaginn 7. apríl í samkomuhúsinu Baldri kl. 19:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Að þessu sinni var ákveðið að setja saman verk þar sem ýmsar þekktar senur úr Dýrunum í Hálsaskógi, Karíusi og Baktusi og Kardemommubænum eftir norska leikskáldið Thorbjörn Egner er blandað saman við frumsamið efni. Sjálfur Egner treður meira að segja upp í verkinu og þeir bræður Karíus og Baktus koma við hjá Hérastubbi bakara. Börn og starfsfólk leikskólans mun taka þátt í uppsetningunni ásamt nemendum GáD. Margt fleira er framundan hjá okkur s.s. eins og matjurta- og grásleppusmiðja, danskennsla á Hólmavík o.fl.

Við bendum ykkur á að fylgjast með á vinasíðunni okkar á Facebook þar sem fréttir úr starfinu birtast vikulega.

Continue Reading

Opið hús við annarskil

Við bjóðum alla íbúa Kaldrananeshrepps; foreldra, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra vini skólans hjartanlega velkomna á opið hús föstudaginn 4. nóvember hér í skólanum frá kl. 11:00-12:10

Dagskráin verður fjölbreytt en nemendur og starfsfólk munu sýna og segja frá verkefnum haustannar. Foreldrar barnanna munu sjá um veitingar en nemendur í heimilisfræði munu einnig bjóða upp á eitthvað spennandi að smakka úr gróðurhúsinu. Meðal þess sem verður á dagskrá opna hússins er upplestur, hreyfimynd um skólann í framtíðinni og leikin mynd sem byggir á sögulegum viðburði eða þegar skotið var á vitann í Grímsey í heimstyrjöldinni síðari.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Continue Reading

Krakkakosningar og heimsókn Tabú

Í dag föstudag var kjörstaður opinn hér í Grunnskólanum á Drangsnesi en þá gengu nemendur skólans til krakkakosninga. Krakkakosningar er samstarfsverkefni KrakkaRúv og umboðsmanns barna og er verkefnið í samræmi við ákvæði í Barnasáttmálanum þar sem kemur meðal annars fram að börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Börnum er veitt það tækifæri að láta sínar skoðanir í ljós og velja þann stjórnmálaflokk sem þeim líst best á. Niðurstöðurnar verða birtar á kosningavöku RÚV á kosningadegi, við munum fylgjast spennt með.

Dagurinn í dag var annars helgaður mannréttindabaráttu fatlaðra og fræðslu um fatlanir og fötlunarfordóma. Talskonur Tabú þær Freyja Haraldsdóttir þroskaþjálfi og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir félagsfræðingur buðu upp á einstaklega vel skipulagða fræðslu sem eflaust hafði mikil og góð áhrif á nemendur og aðra sem tóku þátt í fræðslunni. Sjá má ljósmyndir frá viðburðinum á vinasíðu skólans á Facebook. Með okkur voru nemendur og kennarar Grunnskólans á Hólmavík og var frábært að fá góða gesti. Á heimasíðu Tabú má kynna sér nánar starfsemi hópins www.tabu.is

Continue Reading

Skólarjúpurnar

Nemendur skólans hafa verið yfir sig ánægðir með gesti vikunnar en á skólalóðinni hafa nú dvalið um átta rjúpur alla vikuna. Sigurbjörg Halldóra nemandi í 7. bekk smellti meðfylgjandi mynd af þegar rjúpurnar voru að skoða nýja leiksvæðið okkar. Brátt hefst ný önn hér í GáD en næstu tvær vikur verður nóg um að vera; föstudaginn 28. október heimsækja þær Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir okkur en þær ætla að fræða nemendur, kennara og aðra áhugasama um fötlunarfordóma og mannréttindi. Viku síðar eða föstudaginn 4. nóvember verður opið hús en þá gefst foreldrum, ömmum, öfum og öðrum vinum skólans færi á að sjá að hverju við höfum verið að vinna þessa haustönnina.

Continue Reading

Heimsókn læsisráðgjafa og nýtt matstæki tekið til notkunar

Við skólann verður nýtt matstæki í lestri nú tekið til notkunar en það hefur fengið nafnið Lesferill og er gefið út af Menntamálastofnun. Matstækið var kynnt sérstaklega af þeim Brynju Baldursdóttur og Ingibjörgu Þorgerði Þorleifsdóttur á fundi sem haldinn var í skólanum föstudaginn 30. september.

Kannanir sem mæla lesfimi eru þær fyrstu sem teknar verða í notkun og mæla leshraða nemenda. Um er að ræða staðlaðar kannanir sem taka mið af aldri. Þær verða lagðar fyrir alla nemendur nú í haust en í 1. bekk eftir áramót. Í læsisstefnu skólans má finna upplýsingar um hvaða kannanir eru teknar hverju sinni en lesfimi könnunin er t.a.m. lögð fyrir alla nemendur þrisvar sinnum yfir skólaárið.

Continue Reading

Nýbúar

Stefna í menntun nemenda með íslensku sem annað tungumál

Tilvísun:

  1. Lög um grunnskóla 2. gr.
  2. Stefnumörkun Kaldranarneshrepps í málefnum tvítyngdra barna.
  3. Aðalnámskrá grunnskóla

Continue Reading