Skólarjúpurnar

Nemendur skólans hafa verið yfir sig ánægðir með gesti vikunnar en á skólalóðinni hafa nú dvalið um átta rjúpur alla vikuna. Sigurbjörg Halldóra nemandi í 7. bekk smellti meðfylgjandi mynd af þegar rjúpurnar voru að skoða nýja leiksvæðið okkar. Brátt hefst ný önn hér í GáD en næstu tvær vikur verður nóg um að vera; föstudaginn 28. október heimsækja þær Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir okkur en þær ætla að fræða nemendur, kennara og aðra áhugasama um fötlunarfordóma og mannréttindi. Viku síðar eða föstudaginn 4. nóvember verður opið hús en þá gefst foreldrum, ömmum, öfum og öðrum vinum skólans færi á að sjá að hverju við höfum verið að vinna þessa haustönnina.