Skólaslit
Á morgun, föstudaginn 29. maí kl. 11:00, verða skólaslit í grunnskólanum. Þar munu verk eftir nemendur verða til sýnis, flutt verða ljóð, söngur og tónlistaratriði.
Þar sem Grunnskóli Drangsness tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ verður einnig brennibolti á vellinum þar sem öll börn og fullorðnir eru hvött til að taka þátt og hafa gaman af . https://iceland.moveweek.eu/
