Skólaslit

Grunnskóla Drangsness var slitið í dag að viðstöddum góðum gestum. Nemendur sungu, fluttu ljóð og spiluðu. Grillaðar voru pulsur og hamborgarar sem viðstaddir gæddu sér á auk þess sem spilaður var brennibolti. En grunnskólinn tók þátt í hreyfiviku UMFÍ þar sem áhersla var lögð á brennibolta.

Starfsfólk þakkar nemendum, foreldrum, íbúum og öðrum velunnurum fyrir veturinn og hlakkar til næsta hausts.

Nemendur yngri deildar syngja fuglasöngva en þau hafa lært mjög mikið um íslenska fugla síðustu vikur.