Leirvasar og bókamerki

Nemendur hafa undanfarnar vikur unnið að leirvösum og bókamerkjum í myndmennt og nýsköpun. Þau notuðu bæði steinleir og jarðleir í vasana auk þess sem pulsuaðferð var notuð við gerð sumra vasanna og plötuaðferð við aðra. Bókamerkin eru unnin þannig að vatnslitapappír er dýft ofan í vatn þar sem litur hefur verið settur í eftir kúnstarinar reglum (eða tilviljunum) þannig myndast einstaklega fallegt marmara munstur. Næsta föstudag 23. apríl verða þessir hlutir til sölu í Búðinni hér á Drangsnesi – ágóði mun renna til kaupa á skólapeysum.