Author Archive

Frábær fræðsludagur

Þann níunda maí síðastliðinn kom Chanel Björk Sturludóttir til okkar með fræðsluerindið „Hvaðan ertu?“ en þar fjallaði hún um fjölmenningu, fordóma og rasisma. Chanel byggði fræðsluna á fræðilegum grunni, eigin þekkingu og persónulegri reynslu af því að vera Íslendingur með blandaðan bakgrunn. Kennarar og nemendur frá Grunnskólanum á Hólmavík sem og frá Reykhólaskóla komu til að hlýða á erindið en almenn gleði var með daginn. Svo sannarlega þarft í okkar samfélagi að ræða þessi flóknu málefni – takk fyrir fræðsludaginn!

Continue Reading

Skólasunds helgi að baki

Við erum svo heppin að fá sundkennara hingað á Drangsnes tvisvar á ári vor og haust. Hún Hjördís Klara hefur komið til okkar undanfarin ár og haldið skólasunds helgi sem einkennist af stífum æfingum, prófi og fatasundi og ís í lokin. Takk fyrir okkur 🙂

Continue Reading

Námsferð til höfuðborgarinnar

Fyrir skömmu fórum við námsferð til Reykjavíkur með það fyrir augum að dýpka enn frekar skilning okkar á Kjarval en við höfum verið með „Kjarval þema“ undanfarna þrjá mánuði. Borgarleikhúsið tók vel á móti okkur, þar sáum við leikritið KJARVAL sem fjallaði um listamanninn, ævi hans og feril. Eftir það fengum við að skoða baksviðs; vinnustofuna þar sem leikmunir eru gerðir, smíðaverkstæðið, undir stórasviðinu og geymslurnar þar sem leikmyndirnar eru geymdar. Þetta hitti vel í mark þar sem við höfum einnig verið í árshátíðarsmiðju undanfarið og æft og sett upp leikritið Rauðhettu. Eftir að hafa heimsótt Borgarleikhúsið var ferðinni heitið á Kjarvalsstaði og þar fengum við leiðsögn um sýniningu á verkum Kjarval.

Continue Reading

Takk fyrir komuna Nora

Nora Jacob kom í starfsnám hjá okkur fyrr í mánuðinum og dvaldi hér í tvær vikur. Hún er í meistaranámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands og það var virkilega gaman að fá hana inn í lærdómssamfélagið okkar. Hér að neðan eru myndir frá starfinu hennar með börnunum; lífhvolf, hekluð blóm, ullar-veggjakrot og landslagsmyndir úr mosa og steinum.

Continue Reading

Nýsköpunarsmiðja

Nú er fyrri hluti nýsköpunarsmiðju afstaðinn. Verkefnið er að búa til áningarstað í Kvennfélagslundinum sem er hjá kirkjugarðinum á Drangsnesi í um 20 mínútna göngufæri f´rá skólanum. Hugmyndavinna, vettvangsferð og tilraunir með efni úr lundinum er það sem nemendur hafa verið að bralla undanfarnar vikur í smiðjutímum. Við stefnum á að halda áfram vinnunni þegar snjóa leysir.

Continue Reading