Vettvangsferð í fiskvinnsluna Drang og grásleppa krufin

Í náttúrufræði í dag fórum við í heimsókn í Drang, Óskar tók vel á móti okkur og við fræddumst um grásleppuna sem er veidd á þessum tíma árlega. Aldrei hefur veiðst meira en núna og næstum komnar 1000 tunnur af hrognum í kælinn stóra. Við fengum límmiða með nöfnum okkar til minningar um ferðina en einnig fengum við þrjár grásleppur og krufðum þær þegar í skólann var komið. Tálkn, uggar og hreistur var m.a. skoðað í víðsjá þar sem aldur fiskanna var greindur. – Takk fyrir okkur Drangur!