Skóli hefst að nýju miðvikudaginn 21. ágúst

Grunnskóli Drangsness verður settur miðvikudaginn 21. ágúst nk. en kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst. Foreldrar barna í 1.-4. bekk eru beðnir um að senda inn umsókn um vist í skólaseli hið fyrsta eða fyrir föstudaginn 16. ágúst. Við hvetjum foreldra einnig til þess að virkja lykilorð sitt að námsumsjónarkerfinu Námfúsi þar sem m.a. má fá aðgang að stundaskrám o.s.frv.

Við hlökkum til samstarfsins framundan, nýrra og spennandi verkefna á skólaárinu!

Með síðsumarkveðju

skólastjóri

Continue Reading

PALS námskeið á Reykhólum

Mánudaginn 8. október tóku umsjónarkennarar skólans þær Aðalbjörg (Alla) og Heiðrún þátt í PALS námskeiði í Reykhólaskóla. PALS er lestraraðferð sem byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35-45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Námskeiðið var haldið á vegum SÍSL (Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir) sem átti frumkvæði að innleiðingu PALS í íslensku samfélagi. Eftir haustfrí munu kennarar hefja PALS kennslu á yngsta stigi og miðstigi.

Continue Reading